Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004 Almennur félagsfundur Ættfræðifélagsins 27. nóvember 2003 Fjör, fróðleikur og frjóar umræður Mikill kraftur í útgáfu œttfrœðirita, áhugasamir ættfrœðiklúbbar úti á landi, DlS-undirbúningur í startholunum og ótal aðferðir við að virkja félaga Ættfrœðifélagsins. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjörugum og fróðlegum fundi í Ættfræðifélaginu í nóvember síðastliðnum. Ættfræðiritin streyma út á markaðinn hvert öðru áhugaverðara og betra. Nýlega kom út einstaklega falleg og efnismikil bók um Grímsey og Grímsey- inga. Helgi Daníelsson ritstjóri og útgefandi verksins kynnti bókina og sagði á skemmtilegan hátt frá vinnu sinni við hana; hvernig hann vann við hana á daginn og dreymdi hana á nóttunni! Bókin inniheldur 1100 myndir og er á sjötta hundrað bls. að lengd. Þar má finna ábúendatal eyjarinnar frá 1890 og m.a. manna- myndir sem aldrei er vitað til að hafi birst áður. en þær fékk Helgi frá Fiskesafninu í Cornell háskólan- um í Bandaríkjunum. Þá eru í bókinni ótal frásagnir af atburðum, lífsháttum og mannlífi í Greímsey. Annar gullmoli í ættfræðisafnið er nýútkomin Landmannabók sem Ragnar Böðvarsson kynnti. Hún spannar tímabilið frá 1703 og til okkar daga. Þar eru allar tiltækar myndir bæði af fólki og bæjum. Verið er að vinna í útgáfu Holtahrepps, Ásahrepps og Djúpárhrepps. Formaðurinn Ólafur H. Óskarsson sagði að þótt útgáfa Reykjavíkurhlutans af Manntalinu 1910 væri stórmerkilegt skref horfði alvarlega með fjármál ættfræðifélagsins vegna þessa. Þetta merka rit sem er ómetanlegt þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor í ættrakningunum selst seint og illa og félagið er skuldum vafið. Formaðurinn Ólafur H. Óskarsson sagði einnig stuttlega frá Guðríðarætt, nýútkominni bók Hólm- fríðar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Ættfræði- félagsins, en hún fjallar um ætt Guðríðar Hannesdóttur (sjá auglýsingu hér í blaðinu). Fjör í Firðinum Og það er unnið við ættfræðina á mörgum víg- stöðvum. Hörður Einarsson sagði frá því að fyrsta þriðjudaginn í hverjum mánuði hittist hópur áhuga- samra Hafnfirðinga á Bókasafni Hafnartjarðar, þar sem hann hefur aðstöðu, og ber saman bækur sínar, rekur ættir, spyr og spjallar eða fær fyrirlesara í heimsókn, allt undir styrkri stjórn Önnu Sigríðar Einarsdóttur. Oftast er hópurinn um tíu til tólf manns, en 40 skráðu sig á lista við stofnun hópsins. Bókasafnið stefnir að því að koma sér upp filmu- safni. Hörður sagði að flestir í hópnum væru byrj- endur á sviði ættfræðinnar og því væri mikill fengur „Er virkilega enginn prestur í ættinni þinni? það þverfótar ekki fyrir þeim hjá mér“, gæti Ólöf Þórólfsdóttir verið að segja við mann sinn, Hörð Einarsson, en þau hjónin eru bæði á kafi í ættfræðinni. http://www.vortex.is/aett 18 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.