Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2004, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2004
Tvíburinn sem
Já, alltaf er ættfræðin jafnspennandi. Eftirfarandi
stutta fyrirspurn barst Ættfræðifélaginu frá Elisabeth
Aarseth Langholm í Noregi:
Alrik Paulsen var frá Svíþjóð. Hann var járn-
smiður og var á hvalveiðiskipi. Við gerum ráð fyrir
að hann hafi oftast komið að landi í Reykjavík. Á
Islandi kynntist hann konu og þau eignuðust tvíbura
17. 9. 1901. Alrik tók annan tvíburann með sér til
Noregs. Hún var skírð Alfrida Guðbjörg Paulsen.
Hún var þremenningur við langafa minn. Nú langar
mig að fá aðstoð við að hafa upp á tvíburum fæddum
17. 9. 1901. Svar óskast sent til: bettan@online.no
Ragnar Böðvarsson okkar ágæti ættfræðingur og
stjórnarmaður tók að sér að athuga þetta mál og nú
um hátíðarnar fékk Elísabeth í Noregi eftirfarandi
bréf frá honum:
Viðvíkjandi spumingu þinni til Ættfræðifélagsins
á fslandi:
Ég get hér með frætt þig um að þau tvö börn sem
Alrik Paulsen átti hér á íslandi með konu að nafni
Guðríður Símonardóttir voru ekki tvíburar. Þetta
voru tvær telpur og sú sem varð eftir á íslandi var
skírð Margrét Jensína. Hún var fædd 23. janúar 1903
og lést 1935. Hún var gift Jóni Magnússyni. Dóttir
þeirra var Hulda Jónsdóttir sem var fædd 1933 og
lést 1995. Eiginmaður Huldu var Magnús Anton
Jónsson fæddur 1923 og sonur þeirra er Jón
Magnússon sem býr á Akureyri. Ég hef haft samband
við hann og hann biður þig að skrifa sér á netfangið
jonmagg@nett.is Ég vona að þetta dugi.
Með bestu kveðjum,
Ragnar Böðvarsson Ættfræðifélaginu
Og svo kom þetta glaða svar:
Jeg har hoiet HURRA mange ganger f0r, men
aldri sá hpyt som denne gangen. Jeg har allerede
skrevet til Jón Magnússon pá Akureyri. Ná kan jeg
ikke annet enn á vente i ándelps spenning. Atter en
gang TUSEN TAKK
Daginn eftir kom annað bréf frá Elísabetu, segir
Ragnar Böðvarsson, þar sem hún sagðist ekki hafa
fengið svar frá Jóni, en raunar bætti hún við að
kannski færi hann ekki mörgum sinnum á dag í pós-
hólfið eins og hún sjálf og spurði mig um símanúmer
hans. Það dróst aðeins hjá mér að svara þessu og
númerið hafði ég ekki á takteinum, en ég reyndi að
hugga Elísabetu með því að það hlyti að koma svar
frá honum. Ég geri ráð fyrir að það hafi staðist, segir
Ragnar, því að ég hef ekki heyrt frá Elísabetu aftur.
Forvitni ritstjórans leiddi svo til þess að hún hafði
samband við Jón Magnússon á Akureyri og fékk m.a.
að heyra eftirfarandi:
Jú, við náðum saman sú norska frænka mín og ég,
ekki var tvíburi
sagði Jón Magnússon: Ég vissi að langafi minn Alrik
Paulsen, hafði farið út aftur og með aðra dóttur sína
en hin varð eftir hjá móður sinni og varð síðar amma
mín. Ekki vissi ég frekari deili á þeirri systurinni sem
út fór og var gaman að ná þessu sambandi. Við
höfum skrifast nokkrum sinnum á síðustu daga og
erum enn að kynnast. Ég hef leiðrétt svolítið hjá
henni og nú er boltinn aftur hjá mér en hún er að bera
undir mig að mestu stafsetningar og þvíumlíkt. Ég
hef fengið nokkuð af upplýsingum um skyldmenni
okkar þarna í útlandinu en ég á eftir að fá að vita
meira um Elisabethu sjálfa. Við erum að stauta okkur
fram úr þessum málum ennþá. Mér sýnist samt að
hún hafi verið dugleg að smala saman upplýsingum
bæði þarna að utan og héðan frá íslandi, sagði Jón
Magnússon sem nú hefur eignast stóran frændgarð í
Noregi og Elisabeth stóran frændgarð á Islandi.
Fyrirspurnir
Nfls Jens Axelsson skrifar:
Ég er að reyna að finna hvað varð um ömmu-
systur mína Guðrúnu Helgu Símonardóttur f. 10.
mars 1893 Kirkjubóli Norðfirði. Hún bjó síðan í
Hellisfirði til 19 ára aldurs og fór þaðan 1912
(samkv. kirkjubókum) til Vestmannaeyja sem
vinnukona. Hana er síðast að finna hér á landi í
Reykjavík 1913. Síðan er vitað að hún fór til Dan-
merkur og eignaðist þar stúlkubarn. Hún kom einu
sinni hingað til lands með manni sínum (sem
sumir halda að hafi heitið Larsen og verið sonur
bóksala í Danmörku) var hér stuttan tíma, enginn
veit nákvæmlega hvenær. Þegar faðir hennar,
Símon Jónsson, deyr 16. febrúar 1934 finnst
Guðrún ekki og hefur ekki af henni frést síðan.
nil@simi.is
Sigurður R. Lúðvíksson skrifar:
Mig vantar upplýsingar um ættingja búsetta á
Islandi og eru skyldir afkomendum Valdimars
Jónssonar f. 12. 2. 1870 og Rannveigar Ingi-
bjargar Valdemarsdóttur f. 10. 2. 1861, en þau
fluttu til Kanada, ekki er vitað hvenær.
rockl@simnet.is
Komiði sæl!
Var að fletta í Islendingabók og sá þar getið
„Eyjaselsættar“. Hvar fínn ég upplýsingar um þessa
ætt? Með fyrirfram þökk.
Edward Fredriksen e.fr@mi.is
Þeir sem geta svarað þessum fyrirspumum era
beðnir um að senda svörin bæði á meðfylgjandi net-
föng og til Fréttabréfs Ættfræðifélagsins til birtingar.
http://www.vortex.is/aett
22
aett@vortex.is