Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Síða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Síða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2008 Margt fýkur út á haf - haf algleymisins viðtal við Pál Lýðsson Leiðin liggur yfir Hellisheiðina. Það er dimmur desemberdagur og regndrungi yfir öllu. Eg er á leið að Litlu-Sandvík til fundar við Pál Lýðsson bónda og sagnfrœðing. En líkt og jólaljósin lýsa upp myrkrið í Flóanum hefur Páll Lýðsson lýst upp myrkur liðinna alda og fœrt samtímanum sögur og sagnir, fi-óðleik og forn leiftur. Það er ekki bara köllun hans og ástríða að safna og skrá. Hann lcerði það ungur hjá Birni Sigfiíssyni læriföður sínum í Háskólanum að þegar maður fœr námið ókeypis ber manni að skila til baka miklu af því sem maður hefur lœrt. Það er gjaldið til þjóðarinnar. Ég er enginn ættfræðingur, segir Páll Lýðsson um leið og hann leiðir mig inn í herbergi eftir herbergi þar sem allir veggir eru þaktir bókum og möppum, manntölum, sagnaþáttum. handritum og æviskrám. Heilu staflarnir bíða birtingar, sumt er til yfirlestrar, annað bíður úrvinnslu. Allt er í ótrúlegri röð og reglu. A borði stendur tölva og forláta prentari. Jafnvel háaloftið, sem ég er leidd upp á um snar- brattan stiga, er eins og ævintýraheimur. Þar teygja kassamir sig upp í sperrur, þar eru dagblöð og gömul tímarit m.a. Islendingaþættir Tímans auk bréfa og skjala. Þótt Páll vilji ekki kalla sig ættfræðing bætir hann við: En hún móðir mín var mjög ættfróð, hún var svo ættfróð, og hún var svo forvitin um ættir, að þegar hún lenti í veislum með ókunnugu fólki þá var hún farin að tala um ættir í þriðju setningunni og varð svo út þann fagnað. Hún mundi allt og þekkti til allra sinna ættmenna og ól á þessu við fólk og ættfræðin flæmdist um allar trissur, eins og sagt er, í ættmennaleitinni. Menn voru náskyldir henni allt aftur í fimmta lið. Ég hef þetta allt frá henni. Ég bara hlustaði á hana. En þetta var allt saman eitthvað svo yfirgengilegt að ég fyrirvarð mig fyrir að fást við ættfræði og fór meir út í mannfræði. Þegar ég lýk stúdentsprófi og fer suður að læra söguna hjá þeim Olafi Hanssyni og Jóni Jóhannessyni, sem dó því miður á fyrsta námsári mínu þar, þá fer ég að virða fyrir mér Þjóðskjala- safnið, fer þangað bara strax fyrsta haustið, það var 1956. Hvernig var að konia þangað ungur stúdent? Mér var hvorki vel né illa tekið. Þeir skiptu sér ekkert af mér. Þarna voru feikna virðulegir safnverðir. Sumir safnvarðanna sátu með haug af bókum í kringum sig, eins og séra Jón Guðnason, hann var hvað almennilegastur og mikill öðlingur. Einn safnvarðanna, sem ég ekki nefni á nafn, flautaði slagara eða fór með þýsk kvæði eftir Goethe. Páll hefur skráð sögur ótal einstaklinga, félaga og sambanda. Sumt er til yfirlestrar, annaö bíður birtingar. En, segir Páll; Það besta er oft óbirtingarhæft! Ættfræðingarnir, þeir gengu sjálfala um safnið og enginn mátti mæla orð af vörum. Ég tók kirkjubækur Kaldaðamessóknar og fór að skoða þær og afritaði úr þeim. Svo snéri ég mér að Hraungerðissókn og Flóanum og víðar og víðar. Ég stakk svo bókunum alltaf á sama stað. En þarna voru líka gamlir ættfræð- ingar sem gátu einhvern veginn ekki komið bókunum á sinn stað aftur. Og þannig fór að kirkjubækur týnd- ust um fjölda ára þó þær væru nær mönnum en þeir héldu. Þannig var þetta þangað til tveir lærðir menn komu frá útlöndum og sáu að þetta var alveg kolómögulegt ástand, að endingu myndu allar bækurnar týnast. Þá var Guðni Jónsson, nestor okkar allra, oft í safninu. Hann kom og fór inn i skjalageymslur og sótti sér þar bækur að vild og skilaði þeim aftur og sennilega alltaf á sinn rétta stað. Það var mikið gaman að heyra þegar Guðni fann eitthvað, þá heyrðist hann tauta: Já, http://www.ætt.is 3 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.