Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 6
að úr 60 þúsundum í 70 þúsund. Þekk-
ing á rafmagni hafði á þeim árum
fleygt fram og hingað komið útlend-
'ngar til þess að athuga möguleika á
lagningu rafsegulþráðar milli Evrópu
og Ameríku með hjálparstöðvum á
fslandi og Grænlandi. Þá hafði komið
’ún^að fyrsta póstgufuskipið, svo að
lok'ð ,rar um aldur og ævi flutningi
nós+s fri útlöndum með seglskipum.
Liósmyndataka var hafin í hænum.
Prentfrelsi var leitt í lög fyrir 7 árum,
árið 1855. Leikstarfsemi stóð með
blóma Einn veturinn voru t. d. sýnd-
ir 6 sjónleikir, þar á meðal Ævintýri
á gönguför. íslendingar eignuðust
sagnaskáld og leikskáld. Jón Thorodd-
sen hafði sent frá sér Pilt og stúlku og
Matthías Jochumsson Útilegumennina.
LFngt skáld, Steingrimur Thorsteinsson,
hafði þýtt Þúsund og eina nótt, og Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar voru að koma út.
Það var gróska á mörgum sviðum.
Skútuöldin var að hefjast, breytt og
betri áhöld en fyrr voru notuð við land-
búnað, komu til sögunnar. Ýmsar
menntastofnanir risu, þar á meðal
barnaskóli í Reykjavík, er tók til starfa
samkvæmt lögum frá 1860.
III.
Aðdragandi að stofnun skólans var
alllangur. Einkaskóli fyrir börn hafði
verið starfandi í bænum frá 1830 til
1848. Greidd voru skólagjöld með böm-
unum, en auk þess fékk skólinn styrk
úr Thorkilliisjóði. Þegar sá styrkur féll
niður, var skólahaldi lokið. Skólinn tók
ekki nema nokkurn hluta þeirra barna,
sem í bænum voru á aldrinum frá 7
til 13 ára, svo að bóklegt nám hjá fjölda
bama var harla lítið. Árið 1849 lagði
Ámi Helgason, stiftprófastur í Görð-
um, fram á Alþingi bænarskrá um
Líkan af Bierings - búd
barnaskóla í Reykjavík. Málið náði þá
ekki fram að ganga. Gekk svo í þófi á
næstu þingum og var málið á döfinni
í 13 ár, þar til skólinn hófst 1862.
Þóttu einkum erfiðleikar að ráða fram
úr fjármálunum og kostnaði við skóla-
haldið. Tveir danskir kaupmenn hlupu
þá undir bagga og gáfu verzlunarhús
til skólahaldsins, Bierings-búð við Hafn-
arstræti. Var það síðan innréttað sem
skóli, en stjórnin heimilaði bæjarstjórn
Reykjavíkur 1600 ríkisdala lántöku til
þess að standast straum af þessum
kostnaði.
Skólinn var svo settur í fyrsta sinn
hinn 14. október 1862 með 58 nemend-
um á aldrinum 7 til 13 ára. Skóla-
stjóri var Helgi E. Helgesen guðfræð-
ingur, en stundakennarar vora ráðnir
að auki eftir þörfum. Til þeirrar
kennslu völdust guðfræði- og lækna-
stúdentar. 1 skólanum vom kenndar
almennar námsgreinar, lestur, skrift,
biblíusögur, landafræði, reikningur og
danska. Börnin fengu daglegar ein-
kunnir fyrir frammistöðu í hverri
námsgrein, en auk þess vora þeim
gefnar einkunnir fyxir hegðun og
stundvísi. 1 Bieringsbúð var skólinn til
-4
-
4 FORELDRABLAÐIÐ