Foreldrablaðið - 01.01.1962, Page 14

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Page 14
sem hann hlaut að slá. Hefði hann elcki gert það, væri 1. gr. markleysa ein og óskhyggja dagdramnamanna. En löggjafinn gerir betur en það, sem talið er í 5. gr. II. kafla — 6. gr. sama kafla hljóðar svo: — Þeim höm- um, sem um getur í c-, d- og e-liðum 5. gr., skal séð fyrir vist í skóla eða stofnun, sem veitir þeim uppeldi og fræðslu við þeirra hæfi. — Heimilt er fræðslumálastjóra að ákveða þessum börnum námstíma einu eða tveimur árum lengri en öðrum hömum. Hér liggur það, sem kennarar og raunar allir áhugamenn um skólamál hafa verið að skyggnast eftir Það standa ákvæði um stofnanir og skóla fyrir þau börn, sem áður er að vikið, 1 fræðslulögum landsins síðan 1946 eða í 16 ár. Stofnanimar sjálfar eru því miður ekki eins auðsæjar og bókstafur laganna. Sé litið á landið sem heild, en það er eðlilegast í þessu tilviki, þar sem sömu lög skulu ná yfir alla þegna landsins, þá er ástandið um framkvæmd þessara laga mjög ábótavant. Þeir, sem ráðið hafa skólamálum Reykjavíkur, hafa leitazt við að leysa brýnasta vand- ann, en í of smáum stíl hefur einnig þar verið unnið að framgangi þessa hluta fræðslulaganna. — Það mun ekki með öllu óþekkt, að í stað þess að lengja skólagöngu þessara nemenda um 1 til 2 ár, þá hverfi þeir burt úr skólanum áður en lögboðnu námi er lokið, án þess að um það sé fengizt af yfirvöldum fræðslumála. Víðast mun þó ástandið verra í þessirm efnum en í Reykjavík. Eitt vantar í þau lög, sem um þessi mál fjalla, en það er ákvæði um sér- menntun þess fólks, sem sjá á um starf- rækslu þeirra stofnana og skóla, sem að framan er á drepið. Nú er það svo, að sérhæfni er krafizt til flestra hluta. Læknisfræðin skiptist í margar sér- greinar, sama er að segja um verkfræð- ina og sálfræðina, svo eitthvað sé nefnt. Það hefði því verið nauðsyn, þegar fræðslulögin voru sett 1946, að taka til greina þörfina á sérmenntun fólks til framkvæmda þeirra. Það getur verið ein af mörguin ástæðum fyrir því, hve hægt þeirri framkvæmd hefur miðað, að of fáir eru reiðubúnir að helga sig þessum störfum. Það má teljast til slysni, að þrátt fyr- ir það, að fyrirmynd fræðslulaganna frá 1946 er sótt til Norðurlanda, hefur framkvæmdum þessara þjóða á sviði sérkennslu og sérmenntunar starfs- krafta í þeim tilgangi, verið lítill gaum- ur gefinn. Ómaklegt væri að geta þess ekki hér, að skólarnir hafa reynt að mæta þeim vanda, sem á hefur verið minnzt, með því að raða þeim óduglegustu og sein- færustu saman í deildir. Þessar deildir hafa yfirleitt reynzt svo fjölmennar og að öðru leyti erfiðar viðfangs, að fáir hafa viljað kenna þessum nemend- um að staðaldri. Þó finnast þeir kenn- arar innan stéttarinnar, sem af þægð og þolgæði hafa kennt í þessum deild- um í áratugi. Hitt er algengara, að kennslu þessara barna sé jafnað niður á kennarana í skólunum og kemur það stundum fyrir, að ein slík deild skipti um kennara árlega. Þessir nemendur mega sízt við tíðum kennaraskiptmn, og er þó ótalið, að viðhorf kennara get- ur verið óæskilegt til þess bekkjar, sem hann er ófús að kenna, þótt hann neyð- ist til þess af illri nauðsyn. Það, sem hér hefur verið talið og raunar margt fleira, varð til þess, að kennarasamtökin hafa gert mál þess- ara nemenda að einu mesta og brýn- asta baráttumáli sínu. Samband ísl. 12 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.