Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 15

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 15
barnakennara hefur gert tillögur og ályktanir á þingum sínum, og nú á síð- asta uppeldismálaþingi var kennsla og uppeldi þessara barna 2. aðalmál þess. Þar voru gerðar ákveðnar og fastmót- aðar tillögur, sniðnar mjög í þeim anda, sem ríkjandi er á þessu sviði á hinum Norðurlöndunum. Það vita öngvir bet- ur en kennarar, hvernig þessi mál horfa við, enda hefur skipulagning þeirra mætt mest á þeim, þar sem þau eiga lengsta sögu og eru lengst á veg komin. Kennarastéttinni finnst, að ýmsir vind- ar hafi of lengi feykt þessum veikasta gróðri samfélagsins að geðþótta. Til samanburðar við það, sem nú hef- ur verið sagt, vil ég bregða upp nokkr- um myndum af því, sem gerzt hefur í þessum málum hjá nokkrum nágranna- þjóðum okkar. Von mín er sú, að við slíkan samanburð sjáist betur, hvar við erum stödd og hvert beri að stefna. Áður en lengra er haldið, er rétt að taka fram, að þegar talað er urn hjálp- arkennslu eða sérkennslu, er átt við kennslu vangefinna bama, bama með lestrarörðugleika, blindra, heymar- lausra og ýmissa annarra vanheilla nemenda á sál eða líkama. Þessir nem- endur em hafðir í hjálparskólum eða hjálparbekkjum innan almennu skól- ana eða í öðmm sérdeildum, svo sem lesbekkjum, bekkjum fyrir heyrnar- daufa og sjóndapra eða á öðrum stofn- unum. Saga sérkennslu og skólamála í Þýzkalandi er mjög löng og má kom- ast svo að orði, að uppspretta margra strauma í skólamálum sé þar í landi. Danskir skólamenn segja, að þaðan hafi þeir fengið fyrirmyndir um margt, er að kennslumálum lýtur og þá ekki sízt hvað snertir sérkennslu af ýmsu tagi. Pestalozzi hafði sett á stofn bama- heimili í Neuhof skammt frá Ziirich 1775 með 50 fátækum börnum. Þar kenndi hann þeim að vinna, en sam- tímis kenndi hann þeim bókleg fræði og betra siðgæði. Með starfi sínu kveikti Pestalozzi það ljós, sem ekki hefur slokknað síðan. Straumar frá störfum hans bárust með miklum hraða rnn lönd og álfur. Nemendur komu alla leið frá Ameríku til þess að fylgjast með starfi hans. Hans aðferðir vom ræddar og framkvæmdar í fjarlægum löndum. Það er ekki að efa, að þessir straumar em ein rót þess, sem gerðist í kennslumálum Þýzkalands um alda- mótin 1800. f Prússlandi var komið á fræðsluskyldu 1794. Sú fræðsla var bundin við undirbúning undir ferm- ingu og sem að líkum lætur var henni áfátt í mörgu. Elztu heimildir um hjálp- arbekk þar í landi em frá 1803. Skóla- skylda var lögleidd í Prússlandi 1864. Framkvæmd fræðslumála var þó hvergi nærri góð, nemendafjöldi allt að 80 í deild og getumunur mikilll. Eft- irsetum í bekkjum var beitt af misk- unnarleysi, ef kunnátta var ekki næg undir fermingu. Eins og áður er á drep- ið, vom þegar til hjálparbekkir, þótt þeir væru ekki í þeirri mynd, sem þeir tíðkast nú. Þar var reynt að troða því i nemendur, að loknum venjulegum skólatíma þeirra, sem ekki tókst að kenna þeim á venjulegan hátt. Þessir hjálparbekkir höfðu því hlutverki að gegna að bæta upp venjulega kennslu, enda voru þeir kallaðir „Nachhilfe- klassen“. Fyrst er talað um reglulegan hjálp- arbekk, sem stofnaður var í Halle 1859 með 17 nemendum. Nánari lýsing á þeim er sú, að þeir séu vangefnir, nær blindir, mjög heymardaufir og líkam- lega vanheilir. Eins og sést á þessari FORELDRABLAÐIÐ 13

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.