Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 20

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 20
þar einnig svo miklir eftirbátar, að við höfum ekki enn komið á hjá okkur námskeiðum. Óhugsandi er þó annað en menntun þeirra, sem um þessi mál fjalla, fari fram í landinu, því þetta hlýtur að verða æðistór hópur, ef skóla- málin eiga að komast í viðunandi horf hér á þessu sviði. Hjá öðrum þjóðum spannar þetta nám yfir 1—2 ár, að loknu almennu kennaraprófi. Víða er það tengt háskólum viðkomandi staða, eða heinlínis deild innan þeirra. Ann- ars staðar eru reknar sjálfstæðar stofn- anir í þessu skyni. Þannig er Hambur- ger-padegogische Institut deild í há- skólanum þar og útskrifar hjálparskóla- kennara eftir 2ja ára nám. Þó verður viðkomandi að hafa kennt við almenn- an skóla í 3 ár, áður en hann fær inn- göngu í þessa stofnun. Svona er þetta þó ekki um allt Þýzkaland. f Munchen er 1 árs sérnáms krafizt til þessa starfs. Finnar hafa komið á hjá sér 1 árs námi við Pedagogiska háskólann í Jy- vaskyla (jyveskyle). Eftir að hafa haft 18—20 vikna nám- skeið fyrir hjálpar- og sérskólakennara, hafa Svíar komið á fót stofnun, sem sér um menntun þessa fólks. Þar með eru þeir búnir að koma á hjá sér 1 árs námi, sem skiptist niður í sérsvið eftir því, hvaða grein kennslunnar kennar- arnir ætla sér að starfa við, t. d. hjálp- arkennslu vangefinna, blindrakennslu eða kennslu heyrnleysingja o. s. frv. Norðmenn hafa komið á fót hjá sér 2ja ára skóla í þessu skyni í Osló. Þeir hafa því stigið stærra skref í þessum efnum en hin Norðurlöndin. Skólinn er rekinn þannig, að fyrra árið er eink- um fræðileg kennsla, og getur því ver- ið sjálfstætt nám fyrir þá, sem ekki ætla að taka bæði árin. Hins vegar eru réttindi veitt eftir 2 vetur. Síðara árið er að mestu helgað verklegum æfingum og rannsóknum. Danir höfðu lengi 4 vikna námskeið, sem síðar var lengt í 2ja mánaða nám- skeið. Enn hafa þeir lengt þetta nám, eftir því sem ég veit bezt í 15 vikna námskeið, þar sem námið skiptist í 275 st. bóklegt nám og um 100 st. verklega þjálfun. Af þessari lýsingu á skólamálum, sem ég hef leitazt við að gefa í þessu erindi, sést, að krafan er alls staðar sú sama. Meiri menntunar er krafizt af því fólki, sem sinnir þessum hluta skólastarfsins. Þessu er á hinn bóginn mætt með því að launa þetta starf bet- ur en aðra kennslu og draga úr kennslu- skyldu. Það er talið sjálfsagt vegna þess, að starfið er oftast erfiðara og gera verður ráð fyrir mun meiri undir- búningi undir hverja kennslustund en þegar kennt er í venjulegum deildum. Sém dæmi um þetta skal þess getið, að Svisslendingar og Þjóðverjar fara þannig að. Það sjá allir heilskyggnir menn, að fáir mundu vilja leggja á sig auka- nám með þeim kostnaði, sem því fylg- ir, til þess að sinna erfiðari störfum, ef ekkert kæmi í aðra hönd. Hugsjóna- sjónarmiðið nær skammt, þegar um svo stóran hóp er að ræða sem alla þá kennara, er þarf til þessarar kennslu. Svo dæmi sé tekið af Norðurlöndum, má nefna, að Finnar haga þessum mál- um svo, að auk hærri launa en við aðra kennslu sama fræðslustigs, er kennslu- skyldan % hlutar af kennsluskyldu við venjulega skóla. Við fslendingar erum gjarnir á að leggja okkur að líku og hinar Norður- landaþjóðimar. Sattmingar um ýmis samei^inleg hagsmunamál eru tíðir við- burðir. fþróttakeppnir, sem jafnvel öll 18 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.