Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 29

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 29
Barnaskólar Reykjavíkur Viðta! við skólafulltrúa og skólasálfrœðing Reykjavíkurborgar. ForeldrablaðiS leitaði frétta hjá Kagnari Georgssyni, skólafulltrúa Reykjavíkurborgar, um barnaskólana í Reyjavík, og bað liann að svara nokkrum spurningum um skólamúlin. Hann tók þeirri mála- leitan vel, og fer viðtalið hér á eftir. — Hefur nemendum fjölgáð mikiS á siÖustu árum? „Árleg fjölgun fræðsluskyldra nem- enda í Reykjavík hefur verið fremur hægfara nú allra síðustu árin, eink- um, ef miðað er við hina feikilega öru fjölgun, sem var í skólunum fyrir ára- tug síðan. Um 1950 var fjölgunin svo ör, að 7 ára börnin, sem þá urðu skóla- skyld í Reykjavík, voru nálægt helm- ingi fleiri en hin, sem luku skólaskyld- unni á sama ári. Á eftirfarandi yfirlili sést nemenda- fjöldi (7—12 ára) í barnaskólum Reykjavíkur siðustu 12 árin: Haustið 1951 voru börnin 5187 — 1952 — — 5694 — 1953 — — 6127 — 1954 — — 6581 — 1955 — — 6790 — 1956 — — 7278 — 1957 — — 7566 — 1958 — — 7867 — 1959 — — 8087 — 1960 — — 8183 — 1961 — — 8378 — 1962 — — 8474 Er því árleg meðalfjölgun á þessu tímabili nálægt 300 börn. Fyrstu þrjú árin, sem taflan sýnir, er meðalfjölg- unin um 460 börn á ári, en síðustu þrjú árin hefur fjölgunin numið tæp- lega 130 börnum á ári að meðaltali. Það er að vísu veruleg fjölgun, en breytingin er samt mikil. 1 gagnfræðaskólunum er fjölgunin nú síðustu árin hlutfallslega meiri en í barnaskólunum. Ber þar tvennt til. 1 fyrsta lagi gengur fjölgunarbylgjan þar seinna fram, og í öðru lagi virðast nemendur halda áfram gagnfræða- námi, að lokinni skólaskyldu, i síhækk- andi hlutfalli. í 3. bekk gagnfræðaskól- anna eru t. d. nú i vetur 1165 af þeim 1280 nemendum, sem luku skólaskyld- unni með unglingaprófi s. 1. vor, eða um. 91%.“ - Þá þarf að byggja mikiÖ til aÖ mæta þessari fjölgun? „Já, mikið hefur þurft að byggja og mikið hefur verið byggl. Fyrir aðeins rúmum áratug var Laugamesskólinn eini skólinn austan hverfamarka Aust- urbæjarskólans, og náði því unida'mi hans þaðan og allt að endaroörkum borgarlandsins i austri. Þá voru 1630 skólaskyldir nemendur í Laugarnes- skólanum. Á þessu svæði hafa síðan risið 7 nýir skólar, og eru alls 5500 FORELDRABLAÐIÐ 27

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.