Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 30
skólaskyldir nemendur í þeim í vetur,
eða samtals 6540 nemendur að Laug-
arnesskóla meðtöldum. Svona ævin-
týraleg hefur þensla borgarinnar verið
austur á bóginn síðasta áratuginn. Og
sagan er ekki öll þar með sögð, því að
smíði enn eins nýs skóla á þessu svæði
mun hefjast á þessu ári og áætlanir
hafa verið gerðar um a. m. k. tvo skóla
til viðbótar þar í mjög náinni framtíð.“
— HvaS er svo annáS helzt aS
frétta?
„Stofnun sálfræðideildarinnar má
hiklaust skoða sem eina hina merkustu
nýjung í skólamálum borgarinnar.
Haustið 1960 var ákveðið að stofna
til sálfræðiþjónustu fyrir barnaskólana
í Reykjavik, og var Jónas Pálsson sál-
fræðingur fenginn til að veita þeirri
Starfsemi forstöðu. Næsta ár fór að
mestu í ýmislegan undirbúning, en
raunverulegt starf hófst síðsumars 1961.
Starfsemi þessi er rekin á vegum
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og hefur
hlotið nafnið Sálfræðideild skóla.“
Þar sem þjónusta af þessu tagi er ný
hérlendis, en varðar mjög foreldra og kenn-
ara, þótti ForeldrablaSinu hlýSa aS leita
nánari fregna af starfinu og sneri sér af
því tilefni til Jónasar Pálssonar og bar upp
nokkrar spurningar:
— Hvernig má í fáum orSum lýsa
hlutverki SálfræSideildar skóla?
„Hún á að ann-
ast sálfræðilega og
uppeldislega rann-
sókn á skólabörn-
um, sem eiga við
erfiðleika að etja í
námi eða eru af-
brigðileg á einhvern
hátt í hegðun. Á
grundvelli þeirra
athugana er síðan reynt að leiðbeina
foreldrum og kennurum um meðferð
barnsins og aðstoða þessa aðila við að
breyta aðstöðu barnsins til bóta með
ýmsum aðgerðum, t. d. aukakennslu,
skiptum á bekk eða tilfærslu milli skóla,
e. t. v. getur verið nauðsynlegt að bam-
ið skipti alveg um umhverfi í bili o. s.
frv. Tekið skal fram, að starf Sálfræði-
deildar skóla er eingöngu ráðgefandi,
bæði gagnvart skólayfirvöldum og for-
eldrum.“
28 FORELDRABLAÐIÐ