Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 31
— MeS hvaSa hætti berast umsókrt-
ir um rannsókn til deildarinnar?
„Bseði frá viðkomandi skólum og
beint frá foreldrum og þá án vitundar
skólans, ef þess er óskað. Þetta atriði
skal skýrt nánar.
f fyrsta lagi geta foreldrar sjálfir
snúið sér milliliðalaust til deildarinnar
eins og áður segir. f öðru lagi geta
kennarar, skólalæknir eða skólahjúkr-
unarkona átt frumkvæðið. Þessir aðil-
ar snúa sér þá til foreldra barnsins og
benda þeim á, að rannsókn sé æskileg
eða nauðsynleg. Fallist foreldrar á
þetta, snúa þau sér sjálf til deildar-
innar með beiðni um rannsókn, og að-
eins þá er bamið tekið á biðlista yfir
böm, sem bíða athugunar. Eins og nú
er háttað, er því úrslitaákvörðun alger-
lega í höndum foreldra, enda má segja,
að án tiltrúar og samstarfs af þeirra
hálfu sé rannsókn tilgangslítil.
Því má svo bæta við, að starfsmenn
deildarinnar eru bundnir þagnarskyldu
og reynt er af fremsta megni að gæta
trúnaðar í miðlun upplýsinga, sem
óhjákvæmilegar eru.“
— Hve margir vinna viS deildina?
„Við erum aðeins tveir sem stendur,
Kristinn Björnsson sálfræðingur og ég.
Jakob V. Jónasson taugalæknir vinnur
4 tíma á viku hjá deildinni og athugar
böm, sem þess virðast þurfa. Þetta
starfslið annar að sjálfsögðu ekki þeim
verkefnum, sem að kalla, enda er nú
iangur biðtími hjá deildinni.
Vonandi verður unnt að auka starfs-
liðið mjög verulega á næstunni. Ann-
ars hefur það sína kosti að byggja starf-
ið ekki upp of hratt, heldur stig af stigi,
i samræmi við íslenzkar aðstæður.“
—■ Hver er algengasta úslæSan til
þess aS leitaS er til deildarinnar?
„Lestrarörðugleikar, býst ég við. Þar
næst námserfiðleikar yíirieitt. Þá má
nefna hegðunarvandkvæði í skóla eða
á heimili, skróp úr skóla, svo og ýmis-
leg geðræn afbrigði eða uppeldisvanda-
mál. Oft tvinnast tvö eða fleiri af þess-
um vandkvæðum saman. Ég hef orðið
þess var, að fólk heldur, að það séu að-
eins vanþroska börn, sem þurfa rann-
sóknar og hjálpar með. Þetta er al-
rangt. Mörg þeirra barna, sem eru með
lestrarörðugleika, eru í meðallagi að
þroska, allmörg yfir meðallag, sum
mikið. Annars má segja, að það vanda-
mál, sem gefið er upp sem tilefni
rannsóknar, sé oft ekki hið raunveru-
lega vandamál, heldur aðeins einkenni,
sem birtist í þessu eða hinu gervinu.“
— Hve mörg börn hafa veriS rann-
sökuS viS deildina?
S. 1. skólaár voru þau um 150. Þar
af voru 50 athuguð að eigin frum-
kvæði foreldra. Eitthvað færri böm
verða athuguð í ár, þar eð veruleg
vinna fer í að leiðbeina áfram þeim
börnum, sem áður hafa komið til okk-
ar.“
— ScílfrœSideild skóla hefur umsjón
meS notkun skólaþroskaprófa. HvaS er
um þau aS segfa?
„Þess misskilnings gætir hjá mörg-
um, að um eiginleg greindarpróf sé að
ræða. Svo er ekki, nema að óverulegu
leyti. Ætlunin er að finna sem flest
þeirra bama, sem af ýmsum ástæðum
eru ekki nema að takmörkuðu leyti
fær um að hefja nám í 7 ára bekkjum
með venjulegu námsefni. Hugtakið
skólaþroski felur í sér marga þætti.
Greindarþroski eins og hann kemur í
ljós hjá barninu siðar, smátt og smátt,
er aðeins einn þessara þátta. Aðrir eru
líkamsþroski, félagsþroski og geðheilsa.
Þessir þættir em mjög háðir uppeldi
og umhverfi. Miklu skiptir, hvenær
FORELDHABLfiÐIÐ 29