Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 32
barn er fætt á árinu og hvort það er
drengur eða stúlka.
Ut í þessi atriði er ekki unnt að fara
hér, aðeins skal nefnt, að reynslan hef-
ur sj^nt, að ótimabær og of þung verk-
efni eru ekki aðeins gagnslaus, heldur
geta beinlínis tafið fyrir eðlilegri fram-
för. Notkun skólaþroskaprófa er hér
enn á tilraunastigi og verður enn fyrst
um sinn. í rauninni koma þau aðeins
að gagni sem einn liður í auknum skiln-
ingi foreldra og kennara á þroska og
kennslu byrjenda, samtímis því sem
skólarnir skapa aðstöðu til kennslu, er
sé við hæfi.
Mig langar aðeins til að skjóta því
fram, að mér finnst óskynsamlegt að
heimta sönnun fyrir námshæfni barns
við 6—7 ára aldur. Það sem skiptir
máli er árangur barrisins á aldrinum
10—15. ára.“
- Hvernig gengur meS sérskólann
fyrir mjög séinþroska börn?
„Þetta er annað árið, sem Höfða-
skóli starfar. Þar eru n ú 4 bekkjar-
deildir, samtals nær 40 börn. Sálfræði-
deild skóla annast rannsókn á þeim
börnum, sem til greina kemur að sæki
skólann. Foreldrar taka sjálf endanlega
ákvörðun um, hvort þau láta barnið
fara í þennan skóla. Ég held, að óhætt
sé að fullyrða, að foreldrar hafi góða
reynslu af skólanum. Margir foreldrar
segja, að framfarir barnsins hafi auk-
izt að mun eftir að þau byrjuðu í skól-
anum, eri hitt sé þó meira um vert, að
líðan þeirra sé betri en áður.
Börn þau, sem hér um ræðir, hafa
mörg orðið fyrir ýmsum áföllum, sýk-
ingu á fósturskeiði, fæðingaráverkum,
slysum eða veikindum síðar. Námshæfi
þeirra er mjög skert og oft eru líka
önnur afbrigði samfara. Þau þurfa því
alveg sérstakt námsefni, kennsluað-
ferðir og skólaumhverfi. Nemendatala
í bekk á ekki að fara fram úr 10. Magn-
ús Magnússon kennari hefur veitt skól-
anum forstöðu og unnið ágætt byrjun-
arstarf við skólann. Ingibjörg Stephen-
sen talkennari veitir börnum, sem þess
eru talin þurfa, talkennslu.“
-— HvaSa verkefni eru mest aSkall-
andi í skólunum?
„Það er erfitt að segja. Af einstökum
verkefnum mundi ég halda að einna
brýnust væri þörfin á aðstoð við börn
með lestrarörðugleika. Þyrfti að skipu-
leggja betur byrjunarkennslu í lestri,
leshjálpina og einstaklingskennslu fyr-
ir ólæs og treglæs böm. E. t. v. væri
heppilegast að koma upp sérstakri
„læseklinik“ í þessu skyni.
Því lengur sem ég vinn að vanda-
málum skólabarna, því betur sannfær-
ist ég um nauðsyn þess, að foreldrar
og kennarar vinni saman. Samstarf
þeirra krefst tíma, háttvísi og lagni.
En heppnist slíkt samstarf, mun fátt
líklegra til að stuðla að velgengni
barnsins í skólanum.“
☆
Blaðið þakkar þeim Ragnari Georgs-
syni og Jónasi Pálssyni fróðleg og
greinargóð svör — og óskar hinni ný-
lega stofnuðu Sálfræðideild skóla góðs
gengis.
30 FORELDRABLAÐIÐ