Foreldrablaðið - 01.01.1968, Qupperneq 5
ÁRNI ÞÓRÐARSON:
Hvernig er unnt að eila
máljiroska barna?
Skólaskylda sex ára barna er loks að
komast á umræðustig hér hjá okkur, og
nær allir munu sammála um nauðsyn
þeirrar skólalengingar, þrátt fyrir alla
okkar þrasgirni og tilhneigingu til and-
mæla. Hér má ekki vera um framtíðar
draumsýn að ræða, heldur raunhæfa
framkvæmd innan skamms tíma. Þarf
þegar að hefja skipulegan undirbúning
þessarar mikilvægu framkvæmdar. Lög-
gjöf hér að lútandi er ef til vill ekki
mest aðkallandi, nema þá helzt, hvað
undirbúning málsins snertir. Aðstæður
þurfa að vera, fyrir hendi til að fram-
kvæma annars nauðsynlega löggjöf, þeg-
ar þar að kemur, svo að hún verði ekki
lífvana tilskipun. Kanna þarf m. a.,
hversu mikið húsnæði, sem nú er til,
sé unnt að nýta fyrir sex ára skólann,
og þreifa ætti sig af stað með slíkan
skóla sem allra fyrst, áður en ákveðin
yrði skólaskylda. En brýnasta og vanda-
nresta verkefnið er að búa hóp kennara
til starfa, sem eiga og hljóta að verða
með öðrum hætti en nú eru algengust í
almennum barnaskólum.
Eitt af mörgum verkefnum smábarna-
skólans verður að leitast við að efla
málþroska nemenda á hagkvæman og
starfrænan hátt. Það mun sannmæli
flestra, að málþroska barna og unglinga
fari hnignandi. Þegar á allt er litið, er
það reyndar ekki óeðlilegt, þótt ekki
beri að sætta sig við það sem sjálf-
sagðan hlut, óviðráðanlegan. Gjörbreytt-
ir heimilis- og þjóðfélagshættir og margs
konar ytri aðstæður stuðla að því, að
fjöldi barna hefur nú minni og á ýmsan
hátt lakari möguleika en áður til þess
að nema gott, almennt mál með fjöl-
breytilegu orðavali af mæli fullorðinna.
Er sú saga öll svo alkunn og margrædd,
að ekki verður frekar rakin hér.
Málþroski sjö ára barns, er það kemur
í skólann, getur haft mikilvæg og varan-
leg áhrif á líðan þess og gengi í skól-
anum. Hver dagur þarf helzt að veita
því starfsgleði og aukið sjálístraust, en
þess er ekki að vænta, ef það skilur
naumast mál kennarans og jafnvel sumra
skólafélaganna og á erfitt með að koma
á framfæri hugmyndum sínum og áhuga-
málum, vantar orð yfir það, sem það
langar að segja. Skólarnir bæta nokkuð
úr smátt og smátt, en þeir eru seinvirkir
FORELDRABLAÐIÐ 3