Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 6
og ná því miður oft of skammt. Aðstaða
þeirra er líka sérstaklega erfið í þess-
um efnum. Margt í deild, svo að tæp-
ast er unnt að ná til einstaklinga og dag-
legur skólatími hvers nemenda mjög
stuttur. Önnur öfl utan skólanna verða
því áhrifaríkari m. a. vegna þess, að
þau hafa yfir miklu meiri tíma barns-
ins að ráða.
Meðan ekki eru til smábarnaskólar
með sérmenntuðu starfsliði fyrir aldurs-
stigið fjögra til sex ára, en þeirra er
mikil þörf, hvílir skyldan á heimilun-
um að leitast við að búa börnin af beztu
getu undir núverandi almenna skólann.
Það verður ekki endilega bezt gert með
því að kenna þeim að lesa, skrifa og
reikna, eins og áður var full þörf á,
þegar skólagangan hófst síðar. Hverju
barni er nauðsynlegt til andlegrar vel-
líðunar, að við það sé talað um þess
hugarheim, áhugamál og daglega reynslu.
Fyrsta boðorð foreldra verður því aö
gefa sér tíma til þess aö tala við barniö
sitt. Ung böm eru spurul, forvitin. Spurn-
ingum þeirra verður að leitast við að
svara af áhuga og einlægni, en ekki
út í hött eða bæla þær niður. Ala ætti
á heilbrigðri forvitni þeirra og reyna
að svala henni, en ekki kæfa. Lesa þarf
fyrir börnin eða segja þeim skemmti-
legar sögur, kenna þeim léttar vísur og
vers og þá einkum, sem létt og þekkt
lög eru við. Leiðrétta verður mein-
legar málvillur, svo að þær festist ekki
í máli. Minna þarf á skýran framburð,
þótt daglegt fordæmi verði þar þyngst
á metum. Á vissu þroskastigi vilja flest
börn heyra sömu söguna eða fáar, sem
verkað hafa sterkt á þau, aftur og aftur.
Er sjálfsagt að verða við þessum ósk-
um. Barnið lærir söguna utan að efnis-
lega og um leið hefur því skapazt ákjós-
anlegt tækifæri til eigin frásagnar. Er
þá oft skipt um hlutverk, barnið verð-
ur sögumaður, en þá þarf leiðsögumað-
urinn að vera jafnáhugasamur hlust-
andi og barnið var áður.
Foreldrar eiga nú ekki kost á einfaldri,
aðgengilegri fræðslu um, hvað þeir geti
helzt gert til að auka málþroska og
bæta málfar barna sinna. Hér þyrfti
úr að bæta og koma til móts við góðan
vilja margra foreldra í þessu efni.' Ef
til vill er unnt að taka saman stuttar,
hnitmiðaðar leiðbeiningar, sem síðan séu
gefnar út í aðgengilegu formi og dreift
til heimila bamanna. Boða ætti forráða-
menn barna innan skólaskyldualdurs í
hverju skólahverfi til funda stöku sinn-
um, þar sem flutt væru erindi og spurt
og spjallað. Þá er eflaust hægt að koma
á framfæri umræðu- og fræðsluþáttum
í sjónvarpi og útvarpi. Sitt hvað fleira
má væntanlega gera umráðamönnum
barna til leiðbeininga í þessu mikilvæga
máli. Er ekki til athugunar fyrir sam-
tök kennara, t. d. Stéttarfélag barna-
kennara í Reykjavík og Samband ís-
lenzkra barnakennara að taka þetta mál
til fyrirgreiðslu og þoka því áleiðis?
Félagssamtök kvenna ættu hins vegar
að taka skólamál smábama — fjögra til
sex ára — á sína arma í fyrstu lotu,
beina samtakamætti sínum til að
komið verði á fót fyrirmyndar smá-
bamaskólum, þar sem meðal margs ann-
ars börnin væru studd styrkri en mjúkri
hendi fyrstu skrefin á langri og nokkuð
torsóttri leið aö lœra aö tala og skilja
mál sinnar þjóöar, móöurmálið sitt. Þar
þarf vel til að vanda. Ekkert nema það
bezta er nógu gott. Þetta hlýtur að vera
verðugt verkefni íslenzkra mæðra.
4 FORELDRABLAÐIÐ