Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 21

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 21
HVER ER UNGUR? í síðasta Foreldrablaði var kafli úr erindi eftir Grétar Fells, rithöfund, þar sem fiallað var um æsku og elli. Var því haldið þar fram, að hin sanna æska væri ekki bundin aldri að árum. Um þetta fórust höfundi m. a. svo orð: „Það að vera ungur að árum er ekki sama sem að vera raunverulegur æsku- maður eða ungur í anda. Sú æska, sem við eigum að þrá, er e k k i sú æska, sem aðeins er mótsetning elli eða and- stæða hennar, heldur sú æska, sem er að baki báðum andstæðunum, hin eilífa æska.“ Doktor Sigurður Nordal segir svo í bók sinni ÁFÖNGUM: „Þroskatilhneigingin virðist vera mannleg eðlishvöt. Um leið og okkur hættir að fara fram, höfum við misst eitthvað, sem verður ekki bætt með neinu öðru. En maðurinn er þannig gerð- ur, sem betur fer, að honum getur verið að fara fram á einhvem hátt allt til dauðadags, meðan hann hefur ráð og rænu. Ef til vill er ekkert fegurra í lífinu en að kynnast hrörnandi gamal- menni, sem alltaf er að vaxa að þolin- mæði, mildi og manngæzku, tekur elli- mörkum með lotningu og undirgefni við lífsins órjúfanlega lögmál, hugsar til allra gjafa síns liðna lífs með þakklæti og varpar aftanskini af friði í kringum sig. Og fátt er raunalegra en að heyra menn, sem ættu enn að vera á ríkasta þroskaaldri, tala um æskuárin sem horfna paradís. Æska mannsins er ekki bundin við neinn aldur. Það eru til örvasa ung- menni og aldnir spekingar með barns- hjarta. Æskan er gróandi sálarinnar og endist nákvæmlega jafnlengi og þessi gróandi“. Og hvað hefur svo Jónas Hallgrímsson um þetta að segja? Hvað er skammlífi? Skortur lífsnautnar, svartrar svefnhettu síruglað mók. Oft dó áttræður og aldrei hafði tvítugs manns fyrir tær stigið. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meir hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. FORELDRABLAÐIÐ 19

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.