Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 24

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 24
verk af Flóru í kjólnum, sem hún var í. Dóra virti myndina fyrir sér með undrun og sýnilegri aðdáun, og það leyndi sér ekki, að Flóra varð upp með sér af því. „Já, horfðu bara vel á hana“, sagði hún. „Amma verður að bíða, þang- að til ég kem. Veizlan getur ekki byrjað fyrr. En ég ætla samt ekkert að flýta mér. Það verður víst nógu langur tími til þess að láta sér leiðast í dag“. Dóra lagðist aftur í grasið og teygði úr sér. Það var eins og allt sem í kring um hana var, væri syfjað. Blómið við fætur hennar beygði kollinn eins og það væri sofnað, og jafnvel blöðin á epla- trénu virtust sofnuð. Og nú heyrðist henni litla bláklukkan hvísla: „Góða nótt, Dóra. Nú skalt þú líka sofa“. Og hún hlýtur að hafa sofnað fljótt, því að allt í einu sá hún engil standa fyrir framan sig, en slíkt sjá börn að- eins í svefni. Engillinn tók í hönd henn- ar og leiddi hana með sér inn í afar- stóran garð, en hann virtist saman- standa af mörgum smágörðum. „Sjáðu, Dóra“, sagði engillinn. „Hér á hvert barn á jörðunni sinn garð, og blómabeðin eru eins konar mynd af hjörtum þeirra. Við skulum líta á nokk- ur þeirra“. „Á ég líka garð?“ spurði Dóra. Engillinn svaraði: „Já, og þú skalt fá að sjá hann, en fyrst skaltu skoða þennan hérna“. Þarna var heldur fátæklegt blómabeð en þó vel hirt. í því miðju var þroska- legur rósarunni með mörgum blómum og brumhnöppum. Þarna voru einnig ang- andi fjólur og mörg fleiri litfögur, ilm- andi blóm. Gömul kona stóð við rósa- runnann og klippti af honum. „Láttu gömlu konuna fara“, sagði Dóra við engilinn, „sjáðu, hvernig hún skemmir fallega rósarunnann". „Nei“, svaraði engillinn brosandi. „Gamla konan kann sitt verk. Þetta er garðyrkjukonan, ÖrhircjS, hún klippir mjög sjaldan of mikið. Taktu eftir, hve þessi rósarunni er fallega vaxinn. Hann heitir KœrleiJcur. Þennan blómagarð á Jetta, litla stúlkan, sem þú talaðir við í dag. En nú skulum við einnig skoða annan lítinn garð, sem virðist mjög fall- egur til að sjá. Við skulum nú koma nær og líta betur á hann“. Engillinn leiddi nú Dóru að þessum garði. Svo var að sjá sem þar hefðu eink- um verið valin hin skrautlegustu blóm, sem unnt var að fá. Snotur garðyrkju- drengur gekk um garðinn og vökvaði blómin. Hann kom með hverja könnuna af annarri fulla af vatni og sprautaði yfir beðin, enda þótt þess væri í raun og veru engin þörf, því að blómin voru meira að segja vesældarleg vegna of mikillar vökvunar. Og þegar nær kom rósarunnanum, sem sýndist svo fagur í fjarlægð, kom í Ijós, að bæði blöð og blóm voru ormétin. „Ó“, hrópaði Dóra, þegar hún sá, hve runninn var illa farinn. „Hingað ætti að senda konuna með klippurnar. Það er ljótt að sjá, hvað runninn er skemmd- ur“. „Nei, það er ekki til neins“, svaraði engillinn. „Sá, sem annast þennan garð, heitir Auöur. Hann plantar mörgum fallegum blómum, en þau þrífast illa, vegna þess að hann sinnir > þeim ekki eins vel og þarf. Ef ekki kemur reglu- legt illviðri bráðlega, er eins líklegt, að þessi fallegi runni og mörg trén eyði- leggist alveg, og illgresið breiðist yfir 22 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.