Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 34
Málið okkar
er viðkvæmt
Úr fjörugu máli fegri sprett
fékk ei neinn af sveinum,
hjá pér bæöi lipurt og létt,
lá paö á Tcostum hreinum.
Þannig orti Grímur Thomsen um Jónas
Hallgrímsson. Vísan er snjöll, og það,
sem í henni felst, satt. Jónas kunni þau
tök á málinu, að það fór á kostum hjá
honum eins og gæðingurinn gerir hjá
þeim manni, sem kann bæði taumhald
og ásetu. Við efumst ekki um, að Jónas
hafi verið fæddur listamaður — skáld,
en þó er líklegt, að hann hafi nokkuð
þurft að hafa fyrir því að ná þeim tök-
um á málinu, sem hann hafði. Og þótt
það sé ekki á allra færi að komast þar
til jafns við hann og aðra snillinga í
meðferð tungunnar, er víst, að flestum
er mögulegt að ná nokkrum árangri, ef
þeim er alvara að vilja. Já, ef við hefð-
um næma tilfinningu fyrir málinu, mund-
um við vanda okkur meira og ekki láta
okkur standa á sama, hvernig við böðl-
um því út úr okkur. Fagurt talmál er
eins og kona á skautbúningi, þar sem
óvandað mál minnir á tötrughypju.
Ef þú, lesari góður, hefur löngun til
að gefa gaum af þínu eigin málfari og
annarra, þá eru hér nokkur atriði til að
byrja með.
Oft heyrast ræðumenn taka svo til
orða: „En þegar þetta er tekið til at-
hugunar, að þá kemur í ljós“ o. s. frv.
Eða: „Ef ekki verður horfið frá þessu,
að þá mun“ o. s. frv. Þessu uö pá er
sannarlega ofaukið og ekki prýði á ræð-
unni?
Finnurðu merkingarmun, eða a. m. k.
blæmun á eftirfarandi dæmum teknum
úr algengu máli, töluðu og rituðu?
Mér finnst þetta gott. Mér þykir þetta
gott. Mér fannst gaman. Mér þótti gam-
an. Mér finnst vænt um hann. Mér þykir
vænt um hann.
Málkennd mín er sú, að í þessum dæm-
um sé eðlilegra að nota sögnina að
pykja.
Hefurðu tekið eftir, hvemig orðunum
eitthvaö og eitthvert er ruglað saman
bæði í rituðu og töluðu máli? Dæmi:
Þarna sé ég eitthvað dýr, í stað eitt-
hvert dýr.
Hefurðu veitt því eftirtekt, hvernig
sögnin aö skapa hefur þrengt sér inn í
málið? Því virðast lítil mörk sett, hvað
menn geta skapað, og þar með eru þeir
allir orðnir skaparar. Að vísu mun það
sjaldan koma fyrir, að mönnum sé gefið
það heiti, en eftir orðanna hljóðan hlýt-
ur sá að vera skapari, sem skapar eitt-
hvað. Spurningin er: Skapa menn nokk-
urn tíma nokkuö?
Ofnotkun orða er eitt, sem lýtir rit-
mál margra. Lifandi mál stendur ekki
í stað, og það er ekki heldur æskilegt.
En þess skyldi gætt, þegar ný orð og
orðasambönd eru tekin inn í málið, að
þau útrými ekki alveg góðum og gild-
um orðum sömu merkingar. Ekki er
langt síðan farið var almennt að nota
32 FORELDRABLAÐIÐ