Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 36
Frá Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur
Samkvæmt íbúaskránni og spjaldskrá
fræðsluskrifstofu Reykjavíkur eru nú
búsett í borginni 9904 börn á barna-
fræðslualdri (7—12 ára).
Af þeim eru 8878 í barnaskólum borg-
arinnar, og er það svipaður fjöldi og
var í skólunum s. 1. vetur. Eins og að und-
anförnu eru allmörg börn í öðrum skól-
um en barnaskólum borgarinnar, eink-
um í skóla ísaks Jónssonar, æfingadeild
Kennaraskólans og Landakotsskóla. Þá
eru ætíð fáein börn, sem njóta sérkennslu
utan skólanna vegna vanheilsu eða van-
þroska. Ennfremur dvelja nokkurn börn
utan borgarinnar.
Samtals eru bekkjardeildir barnaskól-
anna 351 talsins, og eru þá að meðal-
tali 25,3 börn í deild.
Bamaskólar borgarinnar eru nú 14
að tölu. Fjölmennastir eru Melaskóli með
1055 börn í 38 deildum, Breiðagerðis-
skóli með 982 börn í 37 deildum og
Álftamýrarskóli með, 897 börn í 32
deildum.
Við barnaskólana starfa nú 289 fastir
kennarar, að skólastjórum meðtöldum,
og auk þeirra 69 stunda- og forfalla-
kennarar.
í gagnfræðaskólum Reykjavíkur eru
nú 5248 nemendur samtals. Fjölgun frá
s. 1. vetri er 100 nemendur. Bekkjar-
deildir gagnfræðaskólanna eru alls 196,
eða 26,8 nemendur í deild að meðal-
tali.
Kennsla á gagnfræðastigi fer nú fram
á 15 stöðum í Reykjavík. Þar af eru 8
barnaskólar ,er einnig hafa gagnfræða-
deildir.
Fastir kennarar gagnfræðaskólanna
eru 222 og stundakennarar 103. Fjöl-
mennasti gagnfræðaskólinn er Hagaskóli
með 806 nemendur í 28 bekkjardeildum,
þá gagnfræðadeild Vogaskóla með 709
nemendur í 25 deildum og Réttarholts-
skóli með 672 nemendur í 24 deildum.
Samanlagður nemendafjöldi barna- og
gagnfræðaskólanna er 14.126 nemendur
í 547 bekkjardeildum. Verður þá Voga-
skóli fjölmennastur með samtals 1584
nemendur í 59 bekkjardeildum.
Fjölgunin í skólunum er nokkuð mis-
jöfn ár frá ári og er hún nú með minnsta
móti.
Að venju er unnið að byggingu nýrra
skólahúsa á nokkrum stöðum í borginni.
Samið hefur verið við verktaka um bygg-
ingu 3. áfanga Álftamýrarskóla, en það
er kennsluálma með 7 stofum og íþrótta-
hús. 1 Árbœjarskóla hófst s. 1. haust
kennsla í 1. áfanga nýs skólahúss og er
unnið að stækkun þess. Við Langholts-
skóla var tekinn í notkun nýr áfangi s. 1.
haust, en í þeirri álmu er m. a. kennslu-
eldhús og eðlisfræðistofa. Við Voga-
skóla eru hafnar framkvæmdir við loka-
áfanga skólans með almennum kennslu-
stofum, sérkennslustofum, leikfimi- og
samkomusal, húsnæði fyrir skólastjórn
o. fl. Lokið er við að teikna Breiðholts-
skóla. Unnið er að teikningu að loka-
áfanga Hlíðaskóla. Þá er undirbúin
stækkun Hvassaleitisskóla og lausn á
34 FORELDRABLAÐIÐ