Unga Ísland - 01.07.1931, Qupperneq 2
50
UNGA ISLAND
Gido Reni.
Fyrir meira en þremur öldum fædd-
ist fagur, svarteygur drengur í Bologna
á ftalíu. Faðir hans var söngvari. Hann
leit oft mjög hrifinn á litla drenginn
og sagði: »Þetta barn er alveg eins og
engill. Við verðum að láta hann læra að
s,yngja«. Gídó óx, og faðir hans kendi
honum að leika á hljóðfæri og syngja.
Hann gerði hvortveggja vel, en það var
annað, sem honum þótti enn meira gam-
an að, þaó var að mála. Hann teiknaði
og málaói á alla brjefsnepla, sem hann
náði í. En faðir hans ljet taka frá hon-
um öll tæki til að teikna. Þá dró hann
á rykið á stjettinni og þil og veggi.
Faðir hans reiddist af þessu, því að
hann hafði ákveðið að gera úr honum
söngfræðing.
Einn dag kom frægur málari á heim-
ilið. Hann fjekk að sjá myndirnar, sem
Gídó hafói dregiö. Með miklum erfiðis-
munum tókst honum að telja föður hans
trú um, að drengurinn væri efni í mik-
inn listmálara.
Eftir þetta fjekk Gídó kennara og
fjekk að mála. Kennari hans ljet hann
oft kenna hinum nemendunum.
Heitasta ósk Gídós var uppfylt. Hann
varð listamaður, en ekki eins mikill og
búist var við. Frægustu málverk sín
gerði hann á mjög ungum aldri. Með
aldrinum h'neigðist hann að fjárafla og
gróðahygg-ju, málaði ekki til þess að
ná sem mestri fegurð og fullkomnun,
heldur reyndi hann að vera sem fljót-
astur og selja sem mest. Af þessu urðu
verk hans flaustursleg og óvönduð. Síð-
ari myndir hans eru nú gleymdar. En
þær, sem hann gerði í æsku, meðan
hann elskaði listina umfram alt annað,
þær eru heimsfrægar og virtar og dáð-
ar meira en fyrir þrjú hundruð árum.
Hin fegursta og frægasta af öllum
myndum Gídó Renis er Áróra. Hann
málaði hana á loftið í höll einni í Róm.
Þar má sjá hana enn í dag fulla af lífi
og litadýrð. Þar er heil sveit guða. Svip-
göfgi, fegurð og hamingja ljómar í
hverju andliti. Allar eru myndirnar á
hreyfingu, því að hver um sig hefir
verk að vinna að heill og gleði jarðarbúa.
Fegurst allra er Áróra sjálf, þar sem
hún siglir á skýjunum á undan góóhest-
um sólguösins, og dreifir dimmunni og
fyllir heiminn af morgunljóma.
Æfmtýri.
Þegar jeg var lítil, var mín besta
skemtun að heyra sagðar sögur. Amma
kunni flestar. 1 rökkrinu, þegar hún ýtti
frá sjer rokknum og tók prjónana ofan
af hillu, var jeg vön að setjast á rúm-
stokkinn hennar og biðja um sögu. —
Stundum sagði hún mjer frá því, þeg-
ar hún var lítil, hvernig krakkarnir
ljeku sjer í þá daga, en mest kunni hún
af æfintýrum. Eitt æfintýrió hennar
ætla jeg að segja ykkur.
Einu sinni í fyrndinni lifóu vellauðug
hjón. Þau bjuggu á stóreflis búgarði og
höfðu margt þjónustufólk. Kringum
höll þeirra var inndælis aldingarður, með
fögrum jurtum, stórum trjám og gos-
brunnum. Lengra út frá voru víðlend-
ir akrar og engi. Samt voru hjónin ekki
ánægð, þau áttu ekkert barn, það var
það eina, sem skygði á hamingju þeirra.
En svo bar við eitt sinn, er óskagyðjan
átti þarna leið um, að hjarta hennar