Unga Ísland - 01.07.1931, Page 11

Unga Ísland - 01.07.1931, Page 11
UNGA ISLAND 59 notuðu eld. Jeg- ætla að fara af stað næð 30 potta ílátið, og reyna að ná í vatn. Jeg veit ekki hvort mjer muni auðnast það, en ÍDaó verður að skeika að sköpuðu. Jeg get ekki látið vera að reyna það«. »En því ekki að lofa mjer að fara«, sagði Vilhjálmur. »Það er af mörgum ástæðum, Vil- hjálmur. En aðáTástæðan er sú, aó jeg held aó jDjer hepnist það ekki eins vel og mjer. Jeg ætla að láta á mig fjaður- hatt og hertýgi skrælingjans, sem f.jell hjerna inni í virkinu. Jeg ætla ekki að hafa annað aó vopnum en spjót, þvi að jeg þarf að vera ljettur á mjer. En taktu nú vel eftir. Þú tekur frá slagbranda og hleypir mjer út, síðan lokar þú hlið- inu vandlega og ert svo á verði að hleypa mjer inn, þegar jeg kem. Jeg vona að þú skiljir mig«. »Já, jeg skil þig, Sæviður. En nú er jeg fyrst hræddur. Ef eitthvað kæmi fyrir þig, Sæviður, það væri voðalegt«. Frh. Kaupstaðarferðin. Frh. »En þú sjerð að þetta er svo mikil heimska af þjer að vera að keppa heim í kvöld«, sagði hinn, »fyrst þú mátt vera hjerna í nótt, og búið er meira að segja að leggja það fyrir þig. Þú ert þó ekki feiminn við mig, og jeg skal, ef þú vilt, segja pabba hver þú ert, og að bú ætlir að fá að vera hjá okkur í nott, svo að þú þurfir ekki aó gera það sjálf- ur«. Björn þagói ofurlitla stund, en þá sagði hann: »Nei, þakka þjer fyrir samt, 3eg veit að þú vilt mjer vel, en jeg er búinn að einsetja mjer að halda heim í kvöld, og jeg er viss um, að ef þú viss- ir. hve mikið mig langar til þess, þn myndirðu ekki telja mig á að vera«. »Jæja, þá«, sagói kaupmannssor.ur- inn góðlátlega, »fyrst þú endilega vilt komast heim í kvöld, þá ætla jeg samt að reyna aó gera þjer ofurlítinn greiða, fyrir það sem jeg tafði hig. Þú kemur nú heim meó mjer og færð þjer að borða; því að þú þarft þó að fá þjer að borða áður en þú ferð, og svo á meðan þú ert að því, fer jeg út í búð til pabba og næ í þetta, sem þú áttir að kaupa. Þú verð- ur bara aó segja mjer hvað það er«. Björn leit bæði undrandi og glaður á kaupmannssoninn. Það var aðdáanlegt, hvað hann hafði hitt vel á það, er hon- um kom best. Hann var einmitt farinn að skera innan af sulti, og altaf hafði hann verið að kvíða fyrir þeirri stundu, er hann þyrfti að fara aó taka út í búð- inni. En nú var þessu öllu ljett af hon- um. »Þakka þjer fyrir«, sagði hann ynni- lega, »betur að jeg gæti einhverntíma launað þjer þetta«. »Ö, þetta er nú ekki mikið að launa«, sagði hinn, »jeg hefi ekki nema gama.fi af því, aó geta gert þjer þennan greiða. fyrst þú ert svona mikið að flýta þ.jor. Ertu annars ekki orðinn voðalega svang- ur?« bætti hann við; »en auðvitað hefir þú haft með þjer nesti«. Björn svaraði engu; hann kunni ekki við að segja, að hann hefði ekki smakk- að nokkurn mat síðan um kvöldið áður«. Kaupmannshúsið stóð skamt fyrir innan búðina, og tóku drengirnir skíðið og stafinn á leiðinni þangað. Þegar þeir fóru að nálgast húsið, sagði kaupmanns- sonurinn, að hann byggist við að móðir

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.