Unga Ísland - 01.11.1939, Page 18

Unga Ísland - 01.11.1939, Page 18
140 --------------------------- UNGA ISLAND Hvað hefir bangsi þessi étið mikið af kjöti síðastliðinn hálfan mánuð? íslenskir íþróttamenn Undanfarin ár hefir jafnan farið fram skoðun á íþróttamönnum vorum að tilhlutuir I. S. í. Hefir skoðun þessi leitt ýmislegt í ljós, sem skemmtilegt er að athuga. Við skulum t. d. taka aldurinn. Af 600 skoðuðum íþróttamönnum hafa flestir verið á aldrinum 15—20 ára eða 280, þá hafa verið 240 á aldr- inum 20—25 ára, 68 á aldrinum 25— 80 ára, en þegar yfir þrítugt kemur eru íþróttamennirnir og konur aðeins sára fáir. Ef við tökum þyngd íþróttamanna og hæð, þá kemur í ljós, að á aldrinum 15—20 ára er meðalþyngd 62,0 kg, en meðalhæð 169,2 cm. Á aldrinum 20— 25 ára er meðalþyngd 67,9 kgr., en meðalhæð 170,1 cm., og eldri en 25 UNGA ÍSLAND Eign RauíSa Kross íslands. Kemur út í 16 sí'öu heftum, 10 sinnum á ári. 10. heftiö er vandaö jólahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak skólabarna. VerÖ blaðsins er kr. 3,00 árg'angurinn. Gjalddagi blaösins er 1. apríl. Ritstjórn annast: Amgrimur Kristjánsson og Jakob Hafsttiin. Afgreiðslu og innheimtu hlaösins annast skrifstofa Rauða Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 27 og 28 (Mjólkurfélagshúsið). — Skrifstofutími kl. 1—4. Póstbox 927. Prentað 1 ísafoldarprentsmiðju. ára verður meðalþyngd 70,3 kg. og meðalhæðin aðeins 172,1 cm. Af þessu sjáum við, að íþróttamenn vorir eru fremur lágir vexti, enda mun það al* gengt um íþróttamenn víða um heim. Berklaveiki í ætt íþróttamanna: Af skoðuðum íþróttamönnum áttu berklaveika móður 17 íþróttamenn, berklaveikan föður 11 íþróttamenn og berklaveik systkini 39 íþróttamenn. Nokkur heilræði Forðastu óhreinindin undir nöglum þínum, og um fram allt nagaðu elcki á þér neglurnar, því að á því verða þær bæði ljótar og þannig geta sóttkveikjur borist inn í líkama þinn. • • Ef þú þarft að hósta eða hnerra með- an þú matast, þá gerðu það í vasaklút þinn og snúðu þér frá borðinu. Það er voðalegur sóðaskapur að hnerra og hósta yfir matarborðið. • O Þvoðu þér jafnan um hendur fyrir máltíðir.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.