Unga Ísland - 01.12.1939, Qupperneq 29

Unga Ísland - 01.12.1939, Qupperneq 29
165 UNGA ÍSLAND ___________________ Til kaupenda Unga íslands^ 1 október hefti blaðsins birtist smá- grein um bókaútgáfu Unga íslands og fjallaði hún um það, að útgáfustjórn blaðsins hygðist að gefa út í sérprent- un hina vinsælu sögu, sem blaðið hefir birt og heitir „Vinir vorsins“. Rit- stj órn,in hafði mikinn hug á því að þetta gæti tekist á sem bestan hátt, og öll útgáfa yrði til fyrirmyndar. Sagan er nú orðin löng, eins og þið best sjálf vitið, sem lesið unga Island, og jafn- vel ekki ósennilegt að önnur saga hefj- ist í framtíðinni um kaupstaðarlíf og dvöl söguhetjunnar í Vinir vorsins. Út- gáfa þessi hlaut því að verða pappírs- frek — og það í ríkara mæli heldur en við var búist. Hér varð því þrándur í götu, vegna innflutningsörðugleika á pappír — og þrátt fyrir það, þó að mjög hafi verið að því unnið, að buga þessi vandræði, hefir það ekki enn tek- ist. Þann nauðuga kost hefir því orðið að velja, að fresta útgáfu á Vinir vorsins. Ég vona að lesendur Unga Is- lands skilji þetta og þykkist ekki þó svona hafi til tekist. Um leið vil ég geta þess, að verðlaunakeppni sú, sem skýrt var frá í sama blaði, stendur óbreytt, þó að eðlilega önnur verðlaun verði veitt, en þar var heitið. J. V. Hafstein. síðan frá sér). Nú, þetta hefir það ver- ið, sem hefir drepið sauðamennina hérna á hverri nýjársnóttu. Þeir hafa auðvitað verið hér inni í baðstofunni og orðið fyrir álfunum. (Geispar). Jæja, ég held ég fari nú bara að leggja mig. Það ætti nú að vera óhætt úr þessu. Það er ekki svo lítið, sem búið er að ganga á hér í kvöld. Já, nú fer ég að sofa. (Gengur fram á sviðið og hneigir sig til áhorfenda). Góða nótt! Nýir starfskraftar í þjónustu UNGA ÍSLANDS. Þeir kennararnir Stefán Jónsson og Sigurður Helgason hafa verið ráðnir rit- stjórar Unga íslands frá n. k. áramót- um. Stefán Jónsson. Sigurður Helgason.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.