Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 7
u^l5LfíNQ XXXVI. ÁRO. I. HEFTI JAN.-FEBR. 1941 íslenzk nútímaljóðskáld X. Jóhann Frímann Jóhann er fæddur að Hvammi í Langa- dal í Húnavatnssýslu 27. nóv. 1906. — Hann stundaði um í Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk þaðan prófi vorið 1923. Fór því næst utan og stundaði nám við lýðháskólann í Askov í Danmörku, einnig dvaldi hann um skeið við nám í klaustrinu í Clairvaux í Luxemburg og víðar. Jóhann Frímann er víðförull mjög og hefir ferðazt allmikið um Norður- og Mið-Evrópu, einnig ferðað- ist hann um Finnland og Rússland (1933). — Árið 1928 var Jóhann ráð- inn skólastjóri við Iðnskóla Akureyrar og gegndi hann því starfi til haustsins 1938, er hann tók við stjórn héraðs- skólans í Reykholti í Borgarfirði, og hefir verið þar skólastjóri síðan. Eftir Jóhann Frímann hafa komið út þrjár bækur: Mansöngvar til Miðalda (ljóð) 1929, Nökkvar og ný skip (ljóð) 1934 og Fróðá (leikrit) 1938. Með ljóðabókum sínum hefir Jóhann unnið hylli íslenzkra Ijóðaunnenda, og víst er um það, að eftir að hafa. lesið þær, munu þeir ekki láta þau ljóð ólesin framhjá sér fara, er hann kann að birta í framtíðinni. Leikrit hans, Fróðá, var sýnt af Leikfélagi Akureyrar á jólun- um 1938 og síðan mörgum sinnum fram eftir þeim vetri. Hlaut það hinar beztu viðtökur. — Þetta kvæði, sem hér fer á eftir, er tekið úr bókinni Nökkvar og ný skip. UNGA ÍSLAND 1

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.