Unga Ísland - 01.01.1941, Page 8

Unga Ísland - 01.01.1941, Page 8
Jóhann Frímann: TÓN-ERNIR Sjá hvítar hendur, sem léttar leika í ljósaskiptum við kvika strengi, þœr minna á brosandi börn, sem reika á björtum nóttum um gróin engi. Sjá dýra steina í björtum baugum á bleikum fingrum, er strengi liræra, þeir minna á glóðir í ungum augum, er ástin tendrar fyrst logan skæra. Sjá mærin bláeyg í bálið starir. í bragnum heyrist mér hvíslað, sungið. þótt ekki bæii hún varmar varir, þá verður rökkrið af ljóðum þrungið. þótt blandist hlátur í hæsta óminn, mér heyrast strengirnir gráta undir, sem lilæði sál hennar gegnum góminn, er gígjan minnist á liðnar stundir. þvi þessir tónar, sem hugann hrífa og höndin bjarta úr strengjum seiðir, þeir minna á erni, er særðir svífa á svörtum vængjum um óraleiðir. P. BANGSGAAR: ÍBÚAR HEIÐARINNAR Þýtt hefir Sigurður Helgason. Veturinn lagðist að. Smám saman varð örðugra fyrir dýrin að afla sér fæðu. Fuglarnir flugu flestir suður á bóginn og þeir fáu, sem eftir urðu, gættu sín vel fyrir rándýrunum. Gras- ætur skógarins og heiðarinnar hurfu líka að mestu af vegi þeirra. Og þó að rándýrin beittu allri sinni slægð og öllu sínu þreki til að afla sér matar, bar það lítinn árangur. Smádýrin vissu, að nú þurfti að varast rándýrin ennþá frek- ar en vanalega. Þess vegna sváfu þau með opnum eyrum og gættu þess með tvöl'aldri varfærni að verða ekki á vegi fyrir þeim. Refurinn hljóp um heiðina, rakti slóð- ir og leitaði að mat. Oft varð hann fyr- ir vonbrigðum. Dagar liðu án þess hann fengi nokkurn bita og aldrei varð hann saddur. Einn daginn rakst hann á frosna laufdyngju, sem skeflt hafði yf- ir. Hann sperrti upp eyrun og hlustaði. Inni undir hrúgunni heyrði hann mýs tísta. Hann lagðist niður og beið þolin- móður eftir því, að einhver þeirra kæmi út, en það varð árangurslaust. Þá hugs- aði hann ráð sitt, sópaði snjónum var- lega frá nokkrum holum á laufdyngj- unni og beið svo enn, og um nóttina náði hann í fáeinar mýs, sem ekki stóð- ust freistinguna, en komu út til að skoða sig um. Annan dag náði hann sér í íkorna, sem hafði hætt sér út úr hreiðri sínu í tré einu í skóginum og komið niður á jörðina til að leita sér matar. Vetrar- forði hans hafði verið að mestu geng- inn til þurrðar. Niður á jörðunni fann IJNGA ÍSLAND 2

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.