Unga Ísland - 01.01.1941, Side 9

Unga Ísland - 01.01.1941, Side 9
hann eitthvað ætilegt undir snjónum, og fór að grafa. Hann var kominn með hausinn og framlappirnar niður í hol- una og skottið sveiflaðist fram *yfir hrvgginn á honum, þegar refurinn kom og hremmdi hann. Því lengur sem leið, því harðari varð veturinn og því örðugra varð til bjarg- ar. Auk þess hafði refurinn nú aftur fundið sér maka. Þau hlupu margar mílur á degi hverjum, en lengra og lengra varð milli þess, að þau finndu sér bita. Þau voru skinhoruð og lævís- leg, dökk augu þeirra lágu djúpt í augnatóftunum, logandi af hungur- æði. Eina nótt rákust þau á nýlega slóð eftir héra. Þau röktu slóðina yfir engi og akra heim að trjágarði einum við stóran bóndabæ. Sulturinn veitti þeim hugrekki. Þau stukku yfir gaddavírs- girðinguna utan um garðinn, en hávað- irn frá stórgripunum inni í fjósinu og ómur af mannaröddum rak þau til baka. Þau lögðust samt í leyni utan við girð- inguna, þar sem slóðin lá inn undir hana. Hérinn var inni í garðinum, nagaði þar börkinn á trjánum og gróf frosna kálstöngla upp úr snjónum. Þegar hann var orðinn nokkurn veginn mettur, Iagði hann af stað út, sömu leiðina og hann hafði komið. En allt í einu varð hann órólegUr. Hann japlaði vörunum og starði óttasleginn á tvo dökka skugga, sem hann hafði komið auga á bak við girðinguna, hoppaði nokkrum sinnum áfram, þefaði og lagði eyrun aftur með hryggnum, sem merki þess, að hann væri hræddur. Það var auðséð, að nú vissi hann, að erkióvinurinn var nærri. Hann skalf og titraði, datt á hnén, eins og ósýnilegur þungi þrýsti honum nið- ur. Þá heyrðist allt í einu illileg hundgá heima við bæinn. Hérinn hrökk við, skreið eftir jörðinni út að g'irðingunni, stakk hausnum út undir vírinn og dró að sér afturfæturna. I sama bili stóð hann augliti til auglitis við refina, sem störðu á hann gráðugum augum. Hann gat ekki snúið við. Eitt augnablik lá hann lamaður af hræðslu. Hoppaði svo áfram beint í ginið á refnum og þeir þutu burtu með bráðina. * í marga mánuði hafði jörðin verið þakin snjó. Á hverri nóttu féll hitamæl- irinn niður fyrir frostmark. Alltaf var austanvindur, sem jók kuldann og feykti til snjónum á jörðinni, svo hann safnað- ist saman í djúpa skafla, þar sem skjól var. Uppi í skóginum var snjórinn álnar- djúpur. Vindurinn næddi milli trjánna, hrím og ísflögur hrundu stöðugt niður úr frosnum greinunum, fuku skrjáfandi eftir snjónum og hljóðið var ýmist veik- UNGA ÍSLAND óskar öllum kaupendum sínum og uiðskipta- vinum gleðilegs árs og þakkar þeim hið liðna ár.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.