Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 14
ROBIN PALMER: DRENGURINN Á GRESJUNNI Þrír litlir drengir lágu á bakinu og gláptu upp á blöð ombutrésins. Það var geysistórt tré og ljómandi leik- staður, því þeir lögðu borð milli greina þess og höfðu þau fyrir brýr milli greinanna. Hjarömaður með kastvopnið „bola“- En í dag voru þeir orðnir leiðir á að leika sér þarna. Það var ákaflega heitt þennan dag og víðáttumikil gresjan stiknaði í sól- skininu. Allt í einu bylti elzti drengur- inn sér við og sá hundinum þeirra, sem hét Pechicho, bregða fyrir. „Nú veit ég“, kallaði hann. „Við skul- um leika reiðskóla. Pechicho verður aft- ur hesturinn okkar. Komdu hingað, karlinn". Tungan lafði út úr Pechicho eins og' hann væri að hlægja. Hann þekkti leik- inn vel og t'ifaði til þeirra og beið þess að Villi, sem var fjögra ára, klifraði á bak honum. Svo byrjaði kennslan. Eldri dreng- irnir voru kennarar og skipuðu fyrir. „Er ekki mál til komið, að hann læri að hleypa á sprett?" spurði annar þeirra. Hinn féllst á það. Kennararnir gleymdu hitanum og hlupu af stað eins og fætur toguðu. Þeir kölluðu á Pechicho og hann þaut á eftir þeim fullur af gáska. En Villi litli var ekki við því búinn að sætið hans tæki svona snöggt við- bragð og heritist af baki, en kom svo illa niður, að hann fótbrotnaði. Þetta var fyrsta reiðævintýri Willi- ams Henry Hudsons, sem við köllum Villa. En það hræddi hann ekki til lengdar, því þegar hann var sex ára, gat hann riðið litlu hryssunni sinni ber- bakt á harðastökki um slétturnar, engu síður en bræður hans. Gresjurnar í Suður-Ameríku eru dá- samlegur leikvangur fyrir börn. Fyrir hér um bil hundrað árum, þeg- ar Hudson var drengur, voru þær jafn- vel ennþá yndislegri en nú, því þá var þar enn svo fátt fólk. Hugsaðu þér bara að þú ættir heima í landi þar sem þú gætir horft á beltisdýrið hoppa í 8 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.