Unga Ísland - 01.01.1941, Page 18
RANKA GAMLA í SKÚRNUM
Við höfðum verið að leika okkur í
boltaleik, en leikurinn stöðvaðist við
það að Manni hrópaði:
— Hæ gaman! Sjáið þið ekki að
þarna kemur hún Ranka gamla í Skúrn-
um. Ha?
— Jú, jú, hrópuðum við hver í kapp
við annan.
— Nú skulum við erta þá gömlu!
— Sú skal fá á baukinn. —
— Hún Ranka róa, bætti einhver við.
Ranka var skotspónn okkar drengj-
anna í þorpinu. Og þegar hún kom eftir
aðalgötunni, þá var þegar kominn heill
herskari af drengjum, sem ertu hana,
þangað til hún fór inn í eitthvert hús-
ið.
Og við brugðum ekki heldur út af
venjunni í þetta sinn.
— Halló, Grýla! Hrópaði Steini.
— Ætlarðu ekki að anza? spurði
Jón.
— Hæ, hún tekur í nefið og tyggur
skro, alveg eins og hann Simbi gamli i
Krónni.
— Já, þau eru tilvalin hjón!
— Ertu kannske að heimsækja hann,
Ranka mín?
— Hæ, þú færð engan mann héðan
af, Ranka, nema kannske hann Simba.
Þú ert orðin svo gömul og ljót.
— Heldurðu það?
Ekkert svar, heldur snýr hún sér við
og hvessir á okkur augun. — Svo hverf-
ur hún inn um dyrnar á næsta húsi.
— Hún var orðin vond, sagði Steini,
og setti upp spekingssvip.
Stjórnlaus hlátur!
Svo liðu nokkrir dagar, en ekki sást
Ranka gamla ganga eftir götunni, eins
og hún var vön.
— Hún er hrædd við okkur, sagði
Steini. En við hlógum og sögðum ekki
neitt.
Svo kom Steini með ráð, til þess að
ganga úr skugga um það, hvort hún
væri heima:
— Við skjótum bara púðurkerlingu
inn til hennar í kvöld.
Það má segja, að þessi tillaga fékk
byr undir báða vængi, og um kvöldið
héldum við allir í halarófu út að Skúrn-
um hennar Rönku.
— Við skjótum henni í gegnum
strompinn, sagði ég. Svo biðum við hjá
glugganum með öndina í hálsinum á
meðan Steini klifraði upp á skúrþakið
með töluverðum gauragangi. Við sáum
hann kveikja í þræðinum og hendast
svo niður aftur.
Eitt andartak var þögn. Alit í einu
kvað við ógurlegur hvellur og rétt á
eftir var komið við útidyrahurðina. —
Og áður en við gátum flúið út í myrkr-
ið, var Ranka gamla komin út til okk-
ar.
— Hvað eruð þið að gera hérna,
drengir? spurði hún.
— Hæ-hæ. Sú er-------, tautaði Steini.
En við sögðum honum að þegja.
— Nú, svarið þið, sagði hún og
hvessti á okkur augun.
— Við vorum svo sem ekkert sér-
stakt að gera, sagði Jónas aumingjaleg-
ur, og við urðum allir smeykir á svip.
— Ekki það. En nú ætla ég bara að
spyrja ykkur að einu: Hvaða ástæðu
UNGA ÍSLAND
12