Unga Ísland - 01.01.1941, Síða 19

Unga Ísland - 01.01.1941, Síða 19
hafið þið til þess að láta mig ekki í friði. Vitið þið kannske ekki, að það er ljótt að hræða gamalt fólk, og ég tala nú ekki um varnarlausa gamla konu, eins og ég er. Það er ekki hægt að sofa í friði á næturnar, hvað þá meira. ---------Hún kom nær okkur og rödd- in varð að grátklökku hvísli: — Ég vona, að þið skiljið þetta, drengir. Þið eruð varla svo spilltir.... Hún þagnaði og horfði út í myrkrið. Við höfðum helzt aldrei heyrt Rönku segja nokkurt orð við okkur fyrr, og urðum því bæði undrandi og smeykir. — Jæja, drengir, þið segið ekkert, sagði hún og stór glitrandi tár runnu niður hrukkóttar kinnar hennar. — Ég fyrirgef ykkur, drengir mínir, það, sem þið hafið gert mér á móti, og verið þið svo alltaf góðir drengir. Að svo mæltu staulaðist hún inn í skúr- inn. — Hún grét, sagði Árni. Við þögðum og héldum út í myrkrið, skömmustulegir á svip. Og síðan hefur Ranka gamla fengið- að vera í friði. Ólafur Þ. Inyvarsson. VERNDUM MÓÐURMÁLIÐ (Flutt á fundi í ungliðadeildinni NJÁLL í Austurbæjarskólanum, 5. des. 194-0). Kæru félagar! Ég ætla að tala við ykkur um íslenzk- una, móðurmálið okkar. Ég hygg, að fáir eigi eins snjallt og fallegt móður- mál og við íslendingar. En því miður tölum við það ekki alltaf nógu rétt. — Sum börn tala svona: „Á ég að segja þér, þegar ég gekk niður Laugaveginn í gær, gekk hinu megin á fortóinu svo agalega smart stelpa. Hún var svo mik- ið lekker“. Einnig hefi ég heyrt suma segja: „Mér hlakkar svo mikið til að komast í berjatúrinn. Þú getur bara ekki hugsað þér, hvað það verður gaman“. Ég hefi leiðrétt orðið „klósett“ fyrir mörgum börnum og sagt þeim að það ætti að segja salerni, en sum þeiiTa hafa sagt: „Oj bara, salerni. Það er svo púkalegt". • Ég spyr: Eigum við ekki að setja á stofn málvöndunarnefnd? Hún ætti að hafa það starf, að leiðrétta ýmsar mál- leysur fyrir okkur hin í bekknum. Á fundunum gefur formaður málvöndun- unarnefndar skýrslu yfir það, hve margir hafa vanrækt að tala móðurmál- ið rétt, en ekki skal getið um, hverjir það eru, sem gera það. Nefndinni ber að gefa skýrslu um, hverjar ambög- urnar eru og leiðrétta þær fyrir bekkn- um. Svo vona ég, að okkur takizt vel að halda fallega móðurmálinu okkar hreinu. Sigríóur Löve. 11 ára. UNGA ÍSLAND 13

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.