Unga Ísland - 01.01.1941, Page 22

Unga Ísland - 01.01.1941, Page 22
Kapphlaupið í fjöllunum (Sagan er þýddúr The American Junior Red Cross News, en það er blað ung- liðadeilda Rauðakrossins í Bandaríkjunum). Einu sinni endur fyrir löngu voru tvö ríki í Svisslandi, er hétu Uri og Glarus. Þó, að einkennilegt megi virð- ast, þá vissi enginn nákvæmlega, hvar landamærin lágu á milli þeirra. Og þar sem enginn uppdráttur var til, er sýnt gæti þau, og heldur engin varða eða önnur merki á landinu sjálfu, voru í- búarnir í stöðugum vafa um þetta. Nú bar svo við einn sumai’dag, að smali nokkur frá Glarus, er Anton hét, hélt hjörð sinni til beitar uppi í Græn- ölpunum, en þar voru hagar góðir. — Sama dag kom þar einnig smali frá Uri með sína hjörð. Hann hét Jakob. Er Anton kom auga á Jakob, kaliaði hann hastarlega til hans: — Farðu héðan burtu, þetta land til- heyrir Glarus! Jakob brást reiður við og kallaði á móti: — Farðu sjálfur burtu með alla þína hjörð. Þetta land tilheyrir Uri, óhreini smalastrákurinn þinn! Deilan harðnaði brátt og breyttist í geigvæna orustu. Þeir hrópuðu ókvæð- isorðum hvor til annars, rifu upp möl og grjót og köstuðu hvor á móti öðrum. Að lokum féll Anton til jarðar með blæðandi sár á höfði. Hann hafði orðið fyrir steinkasti, og segir sagan, að hann bæri aldrei sitt barr eftir þetta. Fréttin um þennan atburð barst út, og kom öllum saman um, að eitthvað yrði að gera, til að koma í veg fyrir, að slíkt endurtækist, og til þess að jafna þessar ævafornu landamerkjaþrætur. En engum datt í hug fær leið að því marki, fremur en endranær. Sumir voru reiðir mjög og hrópuðu: — Stríð! — Stríð! Drepum þjófana! Til allrar hamingju kom þá einn vit- ur maður frá Glarus fram með svofellda uppástungu. Hann sagði: — Þið íbúar Glarus og þið íbúar Uri, veljið þið hvorir um sig færasta manninn úr yðar hópi. Þann fyrsta júní þegar hið fyrsta hanagal hljómar, skulu þessir tveir menn hlaupa af stað hvor frá sínu ríki í áttina til hins. Þar, sem þeir mætast, skulu landamerkin vera frá þeirri stundu. Því lengur sem fólk hugleiddi þessa einföldu uppástungu, því ákjósanlegri virtist því þessi lausn á málinu. Og að síðustu samþykktu allir uppástunguna, að undanteknum fáeinum uppvöðslu- seggjum, er berjast vildu út af einu og öllu. Vitanlega hélt hver ungur maður í báðum löndunum, að einmitt hann yrði fyrir valinu. Síðan voru kappmót haldin, til að á- kveða hver færastur væri. Keppt var í hlaupum, stökkum og þeim íþróttum öðrum, er líklegar þóttu til að sanna, hver bezt gæti leyst þrautina. Sá maður, er Uri að lokum valdi, hét Felix og var hermaður. Hann var ljós- hærður, hávaxinn, ungur náungi, en UNGA ÍSLAND X 16

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.