Unga Ísland - 01.01.1941, Page 23

Unga Ísland - 01.01.1941, Page 23
fremur lítið þekktur. Hann hafði áður dvalið í Frakklandi í hirð Frakkakon- ungs og barizt fyrir hann. Þar sem að Felix varð sigurvegari í öllum kapp- mótum, var hann einróma kjörinn til að keppa fyrir Uri. Er íbúarnir í Glarus höfðu haldið mörg kappmót, völdu þeir loks mann, er Óli hét. Hann var kallaður Óli osta- gerðarmaður, hann var einnig fremur lítt þekktur, því að hann lifði mjög kyrrlátu lífi í þokkalegum en fátækleg- um kofa uppi við hálendið. Hann lifði þar af kvikfjárrækt og bjó til mjög góða osta. Nágrannar Óla vissu, að hann var mjög mikill fjallgöngumaður og frár á fæti. Lágur var hann vexti, en herða- breiður og sterkur vel. Óli var staddur niður í þorpinu, er honum barst sú frétt, að hann hefði verið kjörinn til að keppa fyrir land sitt. En í stað þess að njóta heiðursins í margmenninu og hlýða á hrósyrði landsmanna sinna eða fara inn í veit- ingakrá og fá sér glas af víni, flýtti hann sér heimfleiðis. Hann þurfti að flýta sér, til þess að annast kýr sínar og geitur, því að hann unni skepnum og vanrækti aldrei skyldur sínar við þær. Honum varð litið til hins stóra svarta hana síns, er hann kom heim, en han- inn sat rogginn á priki sínu. — Ég skal gefa þér vel, vinur minn, ef þú galar snemma að morgni hins fvrsta júni. Heyrirðu það? sagði Óli. En svarti, feiti haninn hans hélt á- fram að hugsa um sínar yndislegu hæn- ur og kannske heyrði hann ekki einu sinm, hvað Óli var að segja. Felix átti enga skepnu. Og þó að hann hefði átt þær, hefði hann sjálfsagt van- rækt þær, því að hann var léttúðugur náungi, sem heldur kaus að drekka vín í veitingakránni en fást við skepnuhirð- ingu. En nú brá svo við, að hann keypti hvítan hana, fór með hann heim og lok- aði hann inni í búri. Auðvitað gleymdi hann oftast að gefa honum og haninn megraðist dag frá degi. Tíminn leið og fyrsti júní nálgaðist. Fólkið í Uri og Glarus fylltrst meiri og meiri eftirvæntingu með hverjum degi. — Hvernig rnyndi kapphlaupið fara? Urn annað var naumast talað þessa dag- ana. Hvorki afurðasalan né tíðarfarið gat vakið áhuga manna meir. — Hvor hlauparanna skyldi komast lengra ? — Hvor þeirra skyldi vinna Grænu- Alpana fyrir sitt land? Þannig spurði maður mann. Aðfaranótt hins fyrsta júní gat eng- inn sofið. Allir vöktu og biðu þess, að hanarnir göluðu. Margir féllu á kné og báðu til guðs urn sigur fyrir sinn mann og sitt land. En þetta kvöld hafði Felix setið inni í krá einni og tæmt hvert vínglasið á fætur öðru. Þar sagði hann drykkju- bræðrum sínum sögur af afreksverkum sínum í her Frakkakonungs. Um tólf- leytið drattaðist hann þó heimleiðis og fleygði sér í bæli sitt, gleymdi auðvitað að gefa hananum sínum, en steinsofn- aði á augabragði. Tunglið kom upp. Vindurinn kvein- aði í greniskóginum. Stundarfjórðung- ur ieið, hálftími leið, klukkutími leið. Felix svaf rólegum, draumlausum svefni eins og barn. En allt í einu var hann vakinn af snöggum glymjandi hávaða. Svangur og kaldur haninn hans barði vængjunum og gól lengi og kröft- uglega. Að sjálfsögðu var það ætlun hanans að vekja Felix, svo að hann gæfi honum eitthvað að éta. En Felix UNGA ÍSLAND 17

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.