Unga Ísland - 01.01.1941, Side 27
TIL LESENDANNA . .
Þetta blað, sem þið fáið nú í hendur,
er nokkuð seint á ferðinni sem janúar-
blað. Var því það ráð tekið, að láta tvö
blöð fylgjast að. Sú ástæða var til þessa,
að um þessi nýliðnu áramót þurfti út-
gáfustjórn blaðsins að gera ýmsar ráð-
stafanir viðvíkjandi útkomu þess á
þessu ári, semja um prentun og fleira.
Töfðust þeir samningar fram yfir miðj-
an janúar og þess vegna var þetta rcið
tekið. Hins vegar hafa nú tekizt samn-
ingar við prentsmiðjuna, er tryggja
það, að hér eftir kemur blaðið út 10.
hvers mánaðar. Munu allir vinir blaðs-
ins fagna því.
Blaðið þakkar ýms hlýleg og vin-
gjarnleg bréf, er því hafa borizt. Af
þeim bréfum virðist mega ráða, að les-
endur hafi yfirleitt verið ánægfíir með
efni blaðsins síðastliðið ár. Það má ef
til vill geta þess, að margir hafa látið
í Ijósi ánægju yfir framhaldssögunni og
þáttunum um Ijóðskáldin og eins hafa
ýmsir veitt athygli sögum Ólafs Þ.
Ingvarssonar og Ólafíu Ólafsdóttur.
Blaðið þakkar ennfremur öllum þeim,
er sent hafa því efni til birtingar. En
geta vill það þess, að það endursendir
ekki handrit, er það einhverra hluta
vegna telur sig ekki geta birt. Sé það
ætlun sendanda, verður það að vera
sérstaklega framtekið og einnig þarf
greinilegt heimilisfang að fylgja. Ann-
ars er rétt að taka það fram, að þeir
sem senda blaðinu efni til birtingar,
bréf viðvikjandi efni þess og slíkt, ættu
að senda það beint til ritstjóranna, en
ekki til afgreislunnar. Heimilsföng rit-
stjóranna eru: Sigurður Helgason, Víf-
ilsgötu 2 og Stefán Jónsson E'iríksjötu
25, Reykjavík.
UNGA ÍSLAND
Þess er fastlega vænzt, að ungliða-
deildirnar láti blaðinu í té fréttir af
starfsemi sinni við og við. Gætu ung-
liðadeildirnar, sem nú munu starfa
víðsvegar um land, ekki komið á sam-
bandi sín á milli? Segjum t. d., að fé-
lagar í ungliðadeild á Eskifirði tækju
sig til og sendu greinar um átthaga
sína, lýsingu á landslagi, atvinnuveg-
um, félagsstarfsemi o. s. frv. Greinun-
um létu þeir fylgja myndir, teikningar,
sögur og kvæði, eftir því sem við ætti.
Límdu þetta síðan inn í hentugar bæk-
ur eða möppur og sendu síðan til ann-
arra ungliðadeilda, t. d. á ísafirði og
gagnkvæmt. Þessir staðir eru aðeins
nefndir sem dæmi. Einnig mætti senda
þétta til stjórnar U. R. K. I. og fá hana
til að útvega samband við einhverja
ungliðadeild. Það er alkunna, að ung-
liðadeildir Rauðakrossins víðsvegar um
heim halda slíkri starfsemi uppi, eink-
um milli landa. En vitanlega gæti þetta
einnig átt sér stað innan lands. Er ekki
að efa, að þetta yrði öllum þátttakend-
um bæði til gagns og gleði. Þvi þá ekki
að gera þetta?
Þetta var annars útúrdúr. Að síðustu
þetta til allra vina Unga íslands: Send-
ið blaðinu umfram allt hér eftir eins
og hingað til efni til birtingar, ennfrem-
ur bréf, aðfinnslur ef þið eruð óánæglð-
ir, og allt það, er þið haldið að blaðinu
megi að gagni verða. Aldrei hefir því
riðið meira á aðstoð vina sinna en nú.
Gerið Unga fsland að vinsælasta, fjöl-
lesnasta og bezta unglingablaði, er út
hefir komið á ísl/indi.
S. J.
21