Unga Ísland - 01.01.1941, Side 28

Unga Ísland - 01.01.1941, Side 28
KROSSGÁTA Skýring krossgátunnar Lárétt: 1 á fæti, 3 verkur, 5 leit, 7 á á Suðurlandi, 9 fugl, 10 staðfastur, 13 lækur, 14 fugl, 16 bergtegund, 18 hrós, 19 fisks, 21 tólf mánuðir, 22 ósoð- in, 23 stóð ekki. Lóðlétt: 1 hávaði, 2 biblíunafn, 4 í höfði, 5 haf, 6 spil, 8 ísl. skáld (dáið), 9 blóm, 11 barði, 12 mas, 15 lítill, 16 eldsneyti, 17 vond, 18 gras, 20 5 lá- rétt. GLEYMSKA Enski eðlisfræðingurinn, Newton, var oft annars hugar. Einu sinni kom vin- ur hans að heimsækja hann. Fann hann þjóninn og gerði boð fyrir Newton. Þjónninn vissi, að hann var önnum kaf- inn og vildi ekki láta trufla sig. Hann bauð samt gestinum inn, vísaði honum inn í borðstofuna og sagði honum, að Newton myndi koma til að borða eftir eina klukkustund og væri honum vel- komið að bíða eftir honum þarna inni. Manninum lá mikið á að finna hús- bóndann og tók hann því þann kost að bíða. Þegar liðin var næstum ein klukku- stund, kom þjónninn inn með mat handa húsbónda sínum, en svo leið önnur klukkustund og Newton kom ekki. Þá for gesturinn að verða svangur, sett- ist niður við borðið og át matinn. Svo stóð hann á fætur og ætlaði að fara að kalla á þjóninn, svo að hann gæti aftur borið á borð fyrir húsbóndann, en í sömu svifum kom Newton inn. — Hann heilsaði vini sínum hjartanlega, þakk- aði honum fyrir að bíða svona lengi eft- ir sér og bað hann að fá sér sæti aftur og tala við sig, meðan hann væri að borða, en þegar hann gekk að borðinu og sá að matarílátin voru tóm, hló hann og sagði: — Ekki er ofsögum sagt af því, að við vísindamennirnir séum stundum annars hugar. Nú var ég bú- inn að gleyma því, að ég er nýbúinn að borða. (Endursagt). S. H. NAFNAGÁTA Sé lesið lóðrétt úr fyrsta staf hvers orðs, myndar það nafn á borg í Hol- landi, sé rétt ráðið. 1. Land í Suður-Ameríku. 2. Fljót í Ameríku. 3. Borg á Norðurlöndum. 4. Borg á Spáni. 5. Land í Evrópu. 6. Skólastaður á Islandi. 7. Eitt af Norðurlöndunum. 8. Islenzkur kaupstaður. 9. Bær í Skagafirði. Norðfirðingur, 14 ára. UNGA ÍSLAND 22

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.