Unga Ísland - 01.01.1941, Side 29

Unga Ísland - 01.01.1941, Side 29
UNGA ISLAND Kæru lesendur! Eins og ykkur er kunnugt úr dag- lega lífinu umhverfis ykkur, þá hefir nærri því hver einasti hlutur, sem við þurfum að kaupa, hækkað í verði á ár- inu sem leið, og hækkunin heldur áfram á þessu nýbyrjaða ári. Meðal þeirra hluta, sem mest hafa hækkað í verði, er pappírinn, sem blaðið okkar er prentað á. Efnið, sem notað er í pappírinn er einnig haft í sprengjur og ef til vill fleira, er að hernaði lýtur. Þess vegna meðal annars hefir pappír hækkað meira en flest annað. Kaup prentaranna hækkar einnig eins og von er til, svo og ýmislegt annað, sem lýtur að prent- un og heftingu blaðsins. Útgefendur Unga Islands sjá sér þess vegna ekki annað fært, en að hækka verðið á blaðinu frá því, sem verið hefir undanfarið. Síðastliðið ár var blaðið 3,00 krónur árgangurinn fyrir áskrif- endur, en verður nú á þessu ári 4,50 kr. Æskan, barnblað Stórstúkunnar hækk- ar jafnmikið eða úr 3,50 kr. í 5,00. — Hafa útgefendur þessara blaða talazt við um þetta mál og komizt að raun um, að ekki væri hægt að gefa blöðin út, án þessarar hækkunar á verðinu. Við þökkum öllum okkar mörgu og áhugasömu kaupendum fyrir gott sam- satrf á undanfönrum árum, óskum þeim heilla og farsældar á nýbyrjaða árinu og vonum að þeir haldi áfram að vinna að eflingu Unga íslands og þeim mál- um öðrum, sem Ungliðar Rauðakross íslands hafa á stefnuskrá sinni. Aldrei hefir verið eins mikil þörf fyrir heilsu- verndar- og mannúðarstörf Rauða- krossins og nú. Heil til starfa. SigurÖur Thorlacius. UNGA ÍSLAND TII ^amans Gestur á veitingahúsi við þjóninn: Af hverju glápir hundurinn svona á mig? Þjónninn: Kærið yður ekkert um það. Hann lætur svona bara af því, að þér eruð að borða af diskinum hans. * A.: Nýju fötin þín fara þér vel, en mundirðu nú að láta fylgja þeim tvenn- ar buxur, eins og ég ráðlagði þér? B: Já, ég mundi það, en mér finnst bara svo skrambi heitt að vera í tvenn- um buxum. * Stúdentinn: Má ég spyrja, ætlar prófessorinn að tala um stóra heilann í fyrirlestrinum í dag? Prófesorinn: Á morgun, herrar mín- ir, á morgun. — í dag hefi ég annað í höfðinu. * Kennarinn (reiður) : Jens, er ekki hægt að láta þig sitja hjá siðuðum manni? .... Það er þá bezt að þú komir hingað upp að kennaraborðinu og sitjir hjá mér. * Vinnukonan: Það er maður úti með mikið svart skegg. Húsbóndinn (annars hugar): Getið þér ekki tekið við því fyrir mig? * Sveinn litli: Ég held að pabbi hafi hlotið að vera óttalegur prakkari, þeg- ar hann var strákur. Mamma: Af hverju heldurðu það? Sveinn: Jú, alltaf þegar ég geri eitt- hvert prakkarastrik, þá véit hann á augabragði, hvernig ég hefi farið að því. 23

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.