Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 31
Skýrsla stjórnar 29
16 Rafmagnsverkfræðingar
Starfsárið 1989 til 1990 voru haldnir 7 félagsfundir, að ineðtöldum aðalfundi. Fundarsókn
var góð, eða 70 til 80 manns þegar best lét.
Eftirfarandi fundarefni voru á dagskrá:
í apríl 89 var haldinn fundur í húsakynnum Iðntæknistofnunar að Keldnaholti. Asbjörn
Ólafsson kynnti rafstaðlasamband V-Evrópu, CENELEC, tækninefndir þess og starf-
semina hér á landi. Einnig sýndi hann PERINORM leitarkerfið fyrir staðla og reglugerð-
ir. Að lokum skoðuðu fundarmenn nýju rafeindasmásjána.
í september 89 kynnti Frosti Bergsson Hewlett Packard fyrirtækið, starfsemi þess á
íslandi, stöðuna á tölvumarkaði í dag, helstu nýjungar og hvernig þeir litu á framtíðina.
Hewlett Packard menn voru mjög rausnarlegir og buðu fundarmönnum upp á venjulegt
borðhald.
í október var haldinn fundur hjá Pósti og síma í húsakynnum þeirra við Austurvöll,
húsi sem áður hét Sigtún, en að sögn Ólafs Tómassonar ber nú heitið Símtún. Jón
Þóroddur Jónsson og Pór Jes Þórisson fræddu fundarmenn um ljósleiðara, byggingu
þeirra og notkun. Póst og símamenn voru mjög rausnarlegir og veittu fundarmönnum vel,
bæði í mat og drykk.
í nóvember flutti Leifur Magnússon hjá Flugleiðum erindið: Endurnýjun millilanda-
flugvéla Flugleiða.
í janúar kynnti Anna Soffía Hauksdóttir starfsemi Verkfræðideildar og Verkfræði-
stofnunar Háskóla íslands, og lýsti rauntímahermi sem unnið hefur verið að fyrir
Hitaveitu Reykjavíkur.
í mars var haldinn fundur í húsakynnum Landsvirkjunar við Bústaðaveg. Þar kynntu
þeir Birgir Guðmundsson, Eðvard Guðnason, Hörður Benediktsson og Guðmundur
Ásmundsson hina nýju stjórnstöð, sem nýlega var tekin í notkun fyrir rafveitukerfi
Landsvirkjunar. Móttökur þeirra Landsvirkjunarmanna voru til mikillar fyrirmyndar.
Á aðalfundi, sem haldinn var í apríl 1990, fjallaði Arnór Þórhallsson um rafeinda- og
flugleiðsögubúnað nútíma farþegaflugvéla. Einnig var fundarmönnum sýndur einfaldur
flughermir sem Flugleiðir nota til þjálfunar á flugmönnum sínum. Þá var einnig boðið upp
á myndbandasýningu.
Eins og kunnugt er hefur orðanefnd deildarinnar staðið sig með mikilli prýöi á
undanförnum árum, og það var því okkur í stjórn RVFÍ mikil ánægja að geta aðstoðað
orðanefndina með kaupum á tveiinur orðabókum. Við vonum að þessarorðabækur verði
nefndinni til framdráttar og gagnist henni vel.
Við í stjórn RVFÍ höfum liaft af því áhyggjur hversu fáir nýir telagar hafa bæst í
okkar hóp á síðastliðnu ári. Haft var samband við Háskóla íslands, og fengust þær
upplýsingar að 18 nýir rafmagnsverkfræðingar hcfðu útskrifast þaðan 1989. Einnig var
haft samband við VFÍ, og höfðu 5 gengið í félagið 1989 og 3 ungfélagar skráð sig. Félagið
og deildir þess hljóta að hafa áhyggjur af því hversu treglega gengur að höfða til þessa
unga fólks.
í stjórn með mér sátu þeir Reynir Hugason stallari, Andrés Þórarinsson ritari og
Guðbrandur Guðmundsson gjaldkeri. Þakkaégþeim ánægjulegt samstarf ogsendi öllum
fyrirlesurum og öörum sem veitt hafa aðstoð við starfsemi RVFI starfsárið 1989 til 1990
þakkir og kveðjur frá fráfarandi stjórn.
Arnór Þórluillsson
formaður RVFÍ 1989 - 1990