Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 184
46
Þorgeir Pálsson
Vinnsla ratsjárgagna og þróun
ratsjárgagnakerfis
1. Inngangur
Islendingar hafa um rúmlega fjögurra áratuga skeið eða allt frá lokum síðari heimsstyrj-
aldarinnar átt umtalsverðan þátt í að byggja upp og reka fjarskipta- og flugumferðarþjón-
ustu fyrir flug milli Evrópu og Ameríku. bessi starfsemi, sem er rekin af Flugmálastjórn,
Pósti- og sínia og Veðurstofunni, er ekki mjög þekkt meðal almennings, enda þótt hún
afli landinu um sjö milljón dollara gjaldeyristekna á ári og veiti á annað hundrað manns
atvinnu. Þessi þjónusta hefur frá upphafi verið rekin með sérstökum samningi við
Alþjóðaflugmálastofnunina, sem tryggirfjármagn til rekstursins. í upphafi stóðu nokkur
ríki að mestu straum af kostnaðinum, en hann er nú að mestu greiddur nteð afnotagjöld-
um, sem flugfélögin greiöa fyrir veitta þjónustu.
Upphaf þessarar þjónustu má rekja til stríðsáranna, þegar miklir loftflutningar hófust
yfir Atlantshafið vegna styrjaldarrekstursins. Eftir hernámið 1940 komu Bretar upp
flugupplýsinga- og veðurþjónustu hér á landi, sem jókst að umfangi eftir að Bandaríkja-
menn hófu .þátttöku í styrjöldinni. Pá var m.a. komið upp Loran-A siglingakerfi á þessu
svæði, og var t.d. einni sendistöð komið fyrir á Reynisfjalli við Vík í Mýrdal. Þegar
Islendingar tóku við Reykjavíkurflugvelli frá breska flughernum árið 1946 færðist þessi
þjónusta í hendur Flugmálastjórnar Islands. í upphafi vareinkum um að ræða flugupplýs-
inga- og fjarskiptaþjónustu á svæðinu umhverfis landið. Þessi þjónusta felst í að fylgjast
með ferðum flugvéla, gefa upplýsingar um ferðir þeirra og veita upplýsingar uni
veðurskilyrði og aðra öryggisþætti. Þá hefur skipulagning leitar- og björgunar ætíð verið
mikilvægur hluti þessarar þjónustu.
Með tilkomu farþegaþota upp úr 1958 urðu miklar breytingar á flugumferð yfir N-
Atlantshaf. Þar með minnkaði þörfin fyrir millilendingar og flugumferðin fluttist sunnar
—-' en áður. Hins vegar hófst nú flug á svo-
Þorgeir Pálsson lauk námi frá flugverkfrædideild
MIT árið 1971 með Sc.D. gráðu í stýri- og
mælitækni. Vann um fjögurra ára skeið hjá The
Analytic Sciences Corp. í Reading, Mass. við
rannsóknir á sviði stýri-
og staðsetningartækni.
Varð dósent við
Háskóiann árið 1976,
prófessor árið 1986 og
forstöðumaður kerfis-
verkfræðistofu Verk-
fræðistofnunar
Háskólans árið 1979.
nefndum pólleiðum milli Evrópu og vest-
urstrandar N- Ameríku og Alaska. Flug-
umferðin jókst jafnframt að mun eftir því
sem loftflutningar urðu ódýrari og far-
gjöld lækkuðu. Starfsemi íslensku flug-
stjórnarmiðstöðvarinnar tók jafnframt
stökkbreytingum árið 1961, þegar svæðið
stækkaði að mun til norðurs, og aftur árið
1976, þegar íslendingar tóku að sér flug-
umferðarstjórn í þotuflughæðum yfir
Grænlandi. Ytri mörk flugstjórnarsvæðis-
ins, eins og þaö er nú, má sjá á mynd 1.
Um þetta svæði fara nú um 70.000 flugvél-