Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 209
4*8
Birgir Jónsson
Þróun í gerð jarðganga á íslandi
1 Inngangur
Islendingar hafa löngum litið á jarðgöng sem eins konar neyðarúrræði og oft hafa
útlenskir ráðgjafar haft forystu um að fara með ýmsar framkvæmdir undir yfirborð
jarðar. Ýmis dæmi er hægt að nefna um þetta. Til stóð að írafossvirkjun yrði ofanjarðar-
virkjun, en vegna ábendinga sænskra ráðgjafa (VBB) var farið í neðanjarðarvirkjun. Þá
var gert ráð fyrir að leiða vatn í skurði frá Eyjabakkalóni til stöðvarinntaks Fljótsdals-
virkjunar, en í kjölfar ábendinga norskra aðila á vegum verktakafyrirtækisins Krafttaks
verður vatnið leitt alla leiðina í jarðgöngum.
Allt fram á allra síðustu ár hafa ýmsir lykilaðilar hérlendis reynt að forðast
jarðgangagerð ef einhver annar möguleiki hefur verið í stöðunni. Virkjunarmenn virtust
frekar vilja stálpípur en göng, ef þess var nokkur kostur, og vegagerðarmenn vildu frekar
byggja upp vegi og leggja bundið slitlag en ráðast í dýr veggöng.
Ástæður þess að margir íslendingar hafa viljað forðast jarðgöng hafa aðallega verið
tvær:
a) Sumir telja íslenskt berg óhæft til að gera jarðgöng í.
b) Jarðgöng hafa þótt of dýr á íslandi.
Sem svar við a) má segja að fyrir utan yngsta bergið, er íslenskt berg yfirleitt alveg
sæmilegt til jarðgangagerðar, jafnvel mjög gott sums staðar og með nýjustu styrkingarað-
ferðum er unnt að ráða við verstu brotabelti á nokkuð öruggan hátt.
Varðandi b) er þess að geta, að í tölvulíkani því, sem notað er á Orkustofnun til að
reikna út hagkvæmni hinna ýmsu virkjunarhugmynda, hefur einingarverð fyrir jarðgöng
lækkað mjög á undanförnum árum. Það einingarverð, sem nú er notað, er í sumum
tilvikum aðeins 60% af því sern notað var 1984, áður en framkvæmdir hófust við
Blönduvirkjun. Þessari lækkun hafa valdið lágur kostnaður við framkvæmdirnar við
Blöndu og Ólafsfjarðarmúla og lág áætlun Krafttaks í Fljótsdalsvirkjun Einingarverðið í
tölvulíkani Orkustofnunar er ákveðið í
samráði við VST hf., sem er ráðgjafi í
ofangreindum þremur verkum.
Aðalástæða þess hve jarðgangaverð
var áætlað liátt 1984 er sú, að tíu ár voru
liðin frá því nokkur veruleg gangagerð
hafði farið fram (tafla 1). Hér hafði því
ekki verið beitt nýjustu og afkastamestu
tækjum í jarðgangagerð, t.d. í bergstyrk-
ingu. Nú hefur hins vegar verið samfelld
vinna á þessu sviði síðan 1984 og verður
sennilega til a.m.k. 1995. Komin er
reynsla á að beita þessum hagkvæmu
tækjum við íslenskar aðstæður og út-
koman er stórlækkað verð.
Birgir Jónsson lauk B.Sc.Hons. prófi í jarðfræði
frá University of Manchester, Englandi 1969 og
M.Sc. prófi íjarðverkfræði frá University of Dur-
ham, Englandi 1971. Verkefnisstjóri í virkjana-
rannsóknum hjá Orkustofnun 1969 til
1980. Deildarstjóri í mann-
virkjajarðfræði frá 1980.
Starfaði hjá VST hf. í leyfi
fyrri hluta árs 1982.
Stundakennari í verk-
fræðilegri jarðfræði við
iarðfræðiskor HÍ frá 1976
og við byggingarverk-
fræðiskorfrá 1980.