Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 34
32
Arbók VFI 1989/90
18 Vélaverkfræðingar
Þann 3. nóvember 1989, var farin skoðunarferð í Svartsengi. Albert Albertsson tók á
móti u.þ.b. tuttugu manna hópi, lýsti sögu Hitaveitu Suðurnesja og sýndi orkuverið.
Sérstaklega var skoðuð nýuppsett strompgufuvirkjun.
Að lokinni skoðun voru bornar fram veitingar og haldinn aðalfundur VVFÍ. Ný
stjórn var kjörin og hana skipa:
Hafliði Loftsson formaður
Sigurður Brynjólfsson, gjaldkeri, og
Helgi Jóhannesson, ritari.
Hafliði Loftsson
formaður VVFI
19 Orðanefnd byggingarverkfræðinga
19.1 Almennt
Byggingarverkfræðideild Verkfræðingafélags íslands stofnaði Orðanefnd byggingar-
verkfræðinga árið 1980. Nefndin hóf störf 1. desember það ár og hefur starfað óslitið
síðan. Hún starfaði framan af í einum vinnuhópi, en 1988 var nefndin stækkuð og starfar
síðan í tveimur hópum, A og B.
Árið 1989 voru 10 verkfræðingar í nefndinni, svo sem hér segir:
Bragi Forsteinsson, Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdimars-
sonar hf.
Einar B. Pálsson, Verkfræðistofnun Háskóla íslands
Eymundur Runólfsson, Vegagerð ríkisins
Ólafur Jensson, Landsvirkjun
Óttar P. Halldórsson, Háskóla íslands
Pétur Ingólfsson, Vegagerð ríkisins
Ragnar Sigbjörnsson, Verkfræðistofnun Háskóla íslands
Ríkharður Kristjánsson, Línuhönnun h.f.
Sigmundur Freysteinsson, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f.
Stefán Eggertsson, Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar h.f.
Formaður nefndarinnar er EinarB. Pálssonog varaformaður Sigmundur Freysteins-
son. Nefndin nýtur aðstoðar málfræðings, sem íslensk málnefnd leggur henni til. Það er
dr. Halldór Halldórsson, prófessor. Hann situr alla fundi nefndarinnar og undirbýr
einnig mál milli funda ásamt formanni.
Eins og áöur voru fundir haldnir í húsakynnunr Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68.
Nýtur nefndin þar góðrar gestrisni.
Verkefni nefndarinnar er að búa til heilsteypt íðorðakerfi fyrir hverja grein
byggingarverkfræðinnar, svo að ræða megi og rita um hana á fullgildri íslensku og af
þeirri fræðilegu nákvæmni, sem við hæfi er. Einingar slíks kerfis eru fremur hugtökin,
sem fræðin myndast af, en íðorðin, sem eru nöfn hinna fræðilegu hugtaka. Hugtök í
raunvísindum og tækni eru flest hin sömu um allan heim.
Á undanförnum áratugunr hafa þróast fræði um hugtök á íðorð, termínólógía eða
íðorðafræði. Vinnureglur og leiðbeiningar um hana liafa orðið til á alþjóðlegum
vettvangi, og nú er til ISO-staðall um það efni. Þetta eru atriði, sem í raun koma öllum
við, en hefur lítið verið sinnt hér á landi, nema þá helst á vegunr íslenskrar málstöðvar.