Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 173
4-5
Karl Gunnarsson
Olíuleit á Jan Mayen-hrygg
1 Inngangur
Hér eru kynntar niðurstöður úr rannsóknum á Jan Mayen-hrygg sem gerðar hafa verið á
síðustu árum í samvinnu Orkustofnunar og norskra aðila. Neðansjávarhryggur þessi
gengur í suður frá eynni Jan Mayen, og er norðaustur af íslandi eins og sýnt er á kortinu á
1. mynd.
Tildrög rannsóknanna voru þau, að eftir að niðurstöður hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna lágu fyrir, upphófust deilur milli íslendinga og Norðmanna um skiptingu
hafsvæðisins og sjávarbotnsins milli íslands og eyjarinnar Jan Mayen, sem Norðmenn
sátu og eignuðu sér. Deilurnar voru settar niður nieð samningi milli þjóðanna sem var
undirritaður árið 1981. Niðurstöður samninganna urðu í stuttu máli þessar:
• Eyjan Jan Mayen er norskt land, og umhverfis hana er afmarkað landgrunnssvæði
(hafsbotnsréttindasvæði), sem er norsk lögsaga.
• Landgrunnssvæðið umhverfis Jan Mayen er þó skert þar sem íslenska 200 sjómílna
svæðið skarast við 200 mílna belti Jan Mayen. (Skerðingin nemur mest um 100
sjómílum)
• Þá var skilgreindur ferhyrndur reitur á svæðinu (sjá 1. mynd) þar sem ákveðin skilyrði
gilda um eins konar gagnkvæman nýtingarrétt. Svæði þetta tekur yfir megnið af Jan
Mayen hrygg, og þar með „líklegustu“ olíusvæðin. Sjálf eyjan Jan Mayen er utan
svæðisins. Stærð reitsins er um 155 sinnum 85 sjómílur.eða 45.000 ferkílómetrar.
Tæpir 3/4 hlutar hans liggja á norsku svæði en rúmur fjórðungur á íslensku svæði. Þessi
reitur hefur þá sérstöðu að þar eiga íslendingar rétt á fjórðungshlut í olíuvinnslu
(sameiginlegu áhættufyrirtæki) á svæði Norðmanna, en Norðmenn sama hlut á
íslensku svæði.
• Kveðið var á um að gerðar yrðu ákveðnar frumathuganir og mælingar á svæðinu sem
Norðmenn skyldu annast og kosta, en íslenskir sérfræðingar áttu að hafa jafna
möguleika á þátttöku í rannsóknunum og eiga aðgang að niðurstöðum þeirra.
Orkustofnun var falið að annast þessar
rannsóknir fyrir hönd Islendinga, en
norska Olíustofnunin (Oljedirektoratet)
sá um þær fyrir Norðmenn. Einnig tók
Jarðfræðistofnun Oslóarháskóla þátt í
faglegri úrvinnslu. Sjálfsagt þótti að leggja
áherslu á endurkastsmælingar (seismískar
mælingar), sem eru ríkjandi aðferð við
frumkönnun setlaga á olíusvæðum. Mark-
mið rannsóknanna var að kortleggja jarð-
myndanir Jan Mayen hryggjarins, einkum
setlaga sem gætu verið athyglisverð frá
olíuleitarsjónarmiði.
Karl Gunnarssori lauk B.S. prófi í jardeðlisfrædi
frá Háskóla íslandsárið 1975, og stundaði síðan
nám í því fagi við Háskólann í Durham,
Englandi. Hann hefur
unnið sem sérfræðingur
íjarðeðtisfræði við Orku-
stofnun síðan 1979,
einkum á sviði hafs-
botnsrannsókna. Stund-
aði rannsóknir á þvi sviði
við Oslóarháskóla árið
1987.