Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 194
192 ÁrbókVFÍ 1989/90
að gera sér betri grein fyrir hreyfiástandi flugvélarinnar og hvernig það muni breytast í
náinni framtíð. Pá skiptir miklu máli, að ferilvinnslan getur haldið áfram aö reikna stöðu
flugvélar enda þótt mælingar falli niður í nokkra umferðartíma ratsjárinnar. Þannig er
ekki óalgent að slíkir framreikningar séu gerðir þrisvar til fjórum sinnum í röð, sem
samsvarar30-40sek. tímabili. Flugvélin hverfur því ekki afskjánum, þótt mælingar falli
niður stöku sinnum.
7. Framtíðarmöguleikar
Áætlað er, að fyrsti áfangi ratsjárvinnslukerfisins, sem hér hefur verið lýst, verði tilbúinn
til notkunar á fyrri hluta ársins 1991. Ljóst er, að hér er aðeins um að ræða fyrsta skrefið á
þeirri leið að koma upp fullkominni ratsjárgagnavinnslu. Hinsvegar er um að ræða mjög
góðan grunn að slíku kerfi, þar sem ferilsíun á gögnum frá einstökum ratsjám er
lykilatriði í frekari vinnslu þessara mælinga. Næsti þáttur á þessari braut er að sameina
gögn frá mörgum ratsjám. Hvatinn að þessari framkvæmd er, að stjórnsvæði hvers
flugumferðarstjóra fellur yfirleitt ekki saman við sjónsvið einnar ratsjár. í reynd er það
yfirleitt mun stærra og getur í náinni framtíð náð inn í svið allt að fjögurra ratsjáa. Þá er
veruleg skörun á sjónsviðum ratsjánna og því unnt að fá mælingar á stöðu sömu flugvélar
samtímis frá fleiri en einum stað. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að nákvæmni og
áreiðanleika mælikerfa má auka eftir því sem fleiri mælingar eru fyrir hendi. Markmiðið
með því að sameina gögnin er því m.a. að auka rekstrarhæfni kerfisins.
Sameining gagna frá fleiri en einni ratsjá er þó ekki einfalt mál. í fyrsta lagi þarf að færa
allar mælingar og ferilreikninga í sama hnitakerfi. Þá getur myndast misræmi milli
mælinga á sömu flugvél frá tveim ratsjám, t.d. vegna innbyrðis afstöðuskekkju þeirra.
Gera verður ráð fyrir slíkum skekkjum í úrvinnslu gagnanna og í reynd er hægt að kvarða
þær með tölfræðilegum matsaðferðum. Ymsar aðferðir koma til greina við að sameina
mælingarnar. Margt mælir með því að reikna ferla hverrar ratsjár á sjálfstæðan hátt en
sameina þá að því loknu. Nauðsynlegt er að gera ítarlegar prófanir á þeim aðferðum, sem
til greina koma. Kerfisverkfræðistofa hefur þróað mjög fullkominn hermibúnað, sem
notaður er í þessu skyni og er traustur grundvöllur að frekari þróun á sviði ratsjárgagna-
vinnslu. Þá er nú unnið að gerð tölvuskjáa til að sýna gögnin frá ratsjánum. Gert er ráð
fyrir að þessir skjáir leysi Starcon skjáina af hólmi innan tíðar.
8. Lokaorð
Kerfisverkfræðistofa Verkfræðistofnunar Háskólans hefurá undanförnum árum tekið að
sér ýmis vandasöm verkefni fyrir Flugmálastjórn á sviði ratsjártækni. Hér er um að ræöa
mjög áhugavert svið, sem gerir miklar kröfur til þekkingar á eðli og eiginleikum
ratsjármælinga, tölfræðilegum matsaðferðum, hreyfieiginleikum flugvéla og notkun
ratsjárgagna við flugumferðarstjórn. Þótt hér sé ekki um hefðbundin íslensk viðfangsefni
að ræða, eru þau sprottin upp úr mikilvægri starfsemi, sem stunduð hefur verið hér á landi
um áratuga skeið. Flugmálastjórn hefur jafnframt sýnt þá framsýni að nýta og ei'la þá
þekkingu, sem er fyrir hendi hér á landi, fremur en að kaupa hana alfarið frá erlendum
aðiljum. Sérstaklega er þetta athyglisvert fyrir þá sök að fyrir fáum árum var sú tækni,
sem hér er verið að fást við, aðeins talin vera á færi nokkurra stórfyrirtækja vestan hafs og
austan. Ástæða er til að ætla að sú þekking og færni, sem þannig verður til, megi flytja úr
landi í einu eða öðru formi.