Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 175
Olíuleit 173
2 Jarðsaga Jan Mayen hryggjarins
Við undirbúning norsk/íslensku samninganna var sett saman fjölþjóðleg nefnd jarðvís-
indamanna, sem tók saman greinargerð um það sem þá var þekkt um svæðið. Norskir,
íslenskir, franskir, þýskir og bandarískir sérfræðingar tóku þátt í þessari vinnu, Á 2. mynd
er einfaldað þversnið af hryggrtum eins og mertn gerðu Sér í húgarlund á þéSSum tíma.
Niðurstaða þeirra var á þá leið að Jan Mayen hrygguríún Vár tálinn frábrtigðinn öðrum
neðansjávarhryggjum við ísland að gerð og uppruna að því leyti að hanrt er brot af
jarðskorpu meginlandanna. Jarðskorpa hafsbotnsifls umhverfis, og þar með má telja
sjálft ísland, er svokölluð úthafsskorpa, sem myrtdáðist við landrek og giiðnun jarð-
skorpuflekanna síðustu ca. 57 milljón árin (Johnsön & Heezen, 1967, Talwani &
Eldholm, 1977). Úthafsskorpan er tiltölulega ung og að mestu gerð úr gos- og
storkubergi, einkum basalti. Meginlandsskorpan er miklu eldri og í henni finnast
fjölbreytilegri bergtegundir, þar á meðal setlagamyndanir sem geta innihaldið olíu.
Vegna þessa höfum við sérstakan áhuga á Jan Mayen-hrygg.
Jardlagasnid vestur-austur á Jan Mayen-hrygg samkvœmt eldri hugmyndum. Punktmerktu jarðlög-
in sem liggja yfir öllu svæðinu erU setlög sem eru yngri en upphaf landreks.
Sjálf eyjan Jan Mayen cr aftur á nróti virk eldfjallaeyja, og eyjan og sökkull hennar er
ekki talin vera hluti meginlandsbrotsins. Það er því ekki talið líklegt að jarðlög undir
eynni innihaldi olíu.
Til nánari skýringar skulum við líta yfirlitskortin á 3. mynd, sem sýna í grófum dráttum
nokkur stig í reksögu svæðisins. Gliðnuniri skildi fyrst á milli Noregs og Jdn Mayen ogþar
tók að myndast djúp, kallað Noregsdjúp, sem breikkaði stöðugt. Á þeim tírna var Jan
Mayen svæðið áfast við Grænland og myndaði landgrunn. Fyrir um 45 milljónum ára tóku
sprungur einnig að myndast milli Jan Mayen svæðisins og meginlands Grænlands. Þar
jókst gliðnun stöðugt en jafnframt dró úr gliðnuriárhraða á gamla rekhryggnum í
Noregsdjúpi, uns hann varð með öllu óvirkur fyrir 25-30 milljónum ára. Síðan hefur
gliðunin gengið milli Jan Mayen hryggjar og Grænlands þar sem nú heitir Kolbeinshrygg-
ur (Talwani & Eldholm, 1977, Nunns 1983).
Jan Mayen-hryggnum má lýsa sem 50-100 km breiðri jarðskorpuræmu sem hefur