Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 28
Þetta er annað starfsárið sem nefndin fjallar á formlegan og skipulegan hátt um umsóknir
fyrir SV. Arin þar á undan fjallaði nefndin um nokkrar svona umsóknir á ári, en mest-
megnis óformlega.
Fyrirspurnir um viðurkennda skóia og/eða námsbrautir
Auk þessara formlegu umsókna um inngöngu í félagið og leyfi til að nota starfsheitið
verkfræðingur bárust menntamálanefnd VFÍ allmargar fyrirspurnir um það hvort tiltekið
nám myndi verða viðurkennt sem fullnægjandi til þess að fá að nota starfsheitið verk-
fræðingur. í langflestum tilvikum var um að ræða fólk í BS-námi í verkfræði við Háskóla
Islands sem var að velta fyrir sér framhaldsnámi í ýmsum löndum, en einnig bárust
nokkrar fyrirspurnir frá öðrum.
Áskorun til stjórnar VFÍ um að efla ungfélagaaðild
Nefndin sendi á árinu erindi til stjórnar VFÍ um mikilvægi ungfélagaaðildar. Því var beint
til stjórnarinnar að hún gengist fyrir breytingu á inntökureglum, þannig að verkfræði-
nemar gætu orðið ungfélagar strax að loknu einu námsári (60 ECTS einingum), í stað
tveggja nú. Ennfremur að efla kynningu á ungfélagaaðild að VFÍ bæði í HR og í HÍ.
Nefndin sér það sem æskilegt markmið að öllum verkfræðinemum við báða skólana þyki
sjálfsagt að gerast ungfélagar í VFÍ að loknu fyrsta námsárinu.
Kynningarfundur með Tækni- og verkfræðideild HR
Nefndin fór á fund fulltrúa Tækni- og verkfræðideildar HR á vormánuðum 2008 vegna
fyrirhugaðs meistaranáms í verkfræði við skólann. Vorið 2008 útskrifuðust fyrstu BS-
nemarnir í verkfræði frá HR og veturinn 2008-2009 héldu margir þeirra áfram í meist-
aranám við HR. Fundurinn var gagnlegur og upplýsandi um fyrirhugað meistaranám,
sem þá var í mótun, og verður það eflaust áfram næstu árin. Nefndin telur mjög mikil-
vægt að fylgjast áfram með þróun meistaranámsins.
Kynningarfundur um fyrirhugað tæknifræðinám i Keili
Fundað var með fulltrúa frá Háskóla íslands um fyrirhugað tæknifræðinám í Keili í
Reykjanesbæ. Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ hefur haft hönd í bagga með skipu-
lagningu námsins og nemendur munu útskrifast formlega frá HÍ, þar sem Keilir er ekki
háskóli og getur ekki útskrifað fólk með háskólapróf. Ólafur Pétur Pálsson prófessor kom
á fund nefndarinnar í desember og kynnti málið. Þá stóð til að hefja kennslu í janúar 2009,
en því var síðan frestað til haustsins. Nefndin hefur áhuga á að fylgjast með þessu námi
því líklegt er að einhverjir nemendur þaðan muni síðar taka meistarapróf í verkfræði og
vilji þá fá inngöngu í VFÍ og leyfi til að kalla sig verkfræðinga. Fundurinn var gagnlegur
og upplýsandi, en auk námsins við Keili var m.a. rætt um meistaragráður frá RES
orkuskóíanum á Akureyri og REYST orkuskólanum í Reykjavík.
Samráðsfundur um mat á framhaldsnámi tölvunarfræðinga
Formaður nefndarinnar fundaði í janúar með Sven Þ. Sigurðssyni og Ebbu Þóru
Hvannberg, prófessorum í reikniverkfræði og hugbúnaðarverkfræði við HI. Á fundinum
var rætt um prófgráður vaxandi fjölda tölvunarfræðinga, bæði úr HÍ og HR, sem að
loknu BS-prófi hafa farið til útlanda, einkum til Danmerkur, og ljúka þar meistaraprófi
(civ.ing.). Farið var yfir námsferla níu slíkra umsækjenda um starfsheitið verkfræðingur
á undanförnum árum og reynt að skilgreina í hverju tilviki hvort um væri að ræða meist-
aragráðu í tölvunarfræði eða meistaragráðu í verkfræði. Nefndin hefur þegar nýtt sér
niðurstöður þessa samráðsfundar við afgreiðslu umsókna og mun eflaust gera það
framvegis við afgreiðslu slíkra umsókna.
Steindór Guðmundsson formaður
2 6
Arbók VFÍ/TFl 2009