Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 79
Sérstaða sjóðsins
Lífeyrissjóður verkfræðinga var stofnaður haustið 1954. í samanburði við aðra lífeyris-
sjóði hefur sjóðurinn nokkra sérstöðu.
• Aldurstengt réttindakerfi: Sjóðurinn hefur notað aldurstengt réttindakerfi frá
upphafi og var lengst af eini sjóðurinn sem notaði það. Á síðustu misserum hafa
nær allir lífeyrissjóðir tekið það upp.
• Sjóðfélagalýðræði: Sjóðfélagar kjósa stjórn sjóðsins. Allir sjóðfélagar sem mæta á
aðalfund hafa atkvæðisrétt og allir sjóðfélagar eru kjörgengir. í flestum öðrum
sjóðum tilnefna vinnuveitendur helming stjórnarmanna en stéttarfélög kjósa eða
tilnefna hinn helminginn.
• Lágir lánavextir: Frá upphafi hefur sjóðurinn veitt sjóðfélögum hagstæð hús-
næðislán. í rúm 20 ár hefur sjóðurinn veitt sjóðfélögum veðlán með 3,5% raun-
vöxtum, en hækkaði þá í 3,7% 1. júlí 2009.
• Ákjósanlegur sjóðfélagahópur: Sjóðfélagahópur sjóðsins er ákjósanlega sam-
settur, sérstaklega hvað varðar örorkulíkur, og ætti það að skila sér til lengdar í
auknum hagnaði sem úthlutað er til sjóðfélaga í formi aukinna réttinda.
• Góð menntun: Sjóðfélagar eru háskólamenntaðir og vinna að mestu leyti störf sem
reyna fremur á huga en hönd, með minni slysahættu og mun minna líkamlegu sliti
en almennt gerist. Örorkulíkur eru með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða.
• Góð laun: Sjóðfélagar eru almennt vel launaðir og stunda eftirsóknarverð störf.
Hvatinn er því mikill að fara að nýju út á vinnumarkaðinn eftir að þeir hafa orðið
fyrir tímabundinni skerðingu á starfsgetu.
Séreignardeildir
Lífeyrissjóður verkfræðinga bauð á árinu 2008 tvær leiðir í sér-
eignarsparnaði: Leið 1 fjárfestir eingöngu í innlendum skulda-
bréfum. Leið 2 fjárfestir bæði í innlendum og erlendum hluta-
bréfum og skuldabréfum. Báðar leiðirnar voru í stýringu hjá
SPRON Verðbréfum, en eftir fall SPRON var samið við Islensk
verðbréf hf. um eignastýringuna. Ný iðgjöld hafa í kjölfar banka-
hrunsins einungis runnið í innlán og kaup á skuldabréfum opin-
berra aðila. Þriðja séreignarleiðin bættist við sumarið 2009 og fjár-
festir eingöngu í skuldabréfum ríkisins og sveitarfélaga og í
innlánum.
í kjölfar bankahrunsins varð veruleg lækkun á gengi beggja
séreignarleiðanna, bæði vegna tapaðra bréfa og varúðarafskriftar
vegna skuldabréfa banka og sparisjóða, eignarhaldsfélaga og
ýmissa annarra hlutafélaga. Fyrir hrunið höfðu séreignarleiðirnar
selt alla eign sína í peningamarkaðssjóði SPRON og minnkað stöð-
una í skuldabréfasjóðunum og dró þetta úr lækkun gengis leiðanna.
Leið i: Nafnávöxtun var neikvæð um 10,8% á árinu 2008 og hrein
raunávöxtun neikvæð um 23,3%. Iðgjöld námu 597 mkr., lífeyris-
greiðslur voru 13,8 mkr. og hrein eign til greiðslu lífeyris var 2.259
mkr. í árslok.
Leið 2: Nafnávöxtun var neikvæð um 24,3% á árinu 2008 og hrein
raunávöxtun neikvæð um 34,9%. Iðgjöld námu 71 mkr. en ekkert
var greitt í lífeyri. Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok var 135 mkr.
—---------• N
i 5 ára meöaltal S1
V ______________________________________________________>
Hrein raunávöxtun.
r
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2004 2005 2006 2007 2008
■ Hrein eign S1 □ Hrein eign S2
\___________________________________________________
Hrein eign til greiðslu lífeyris.
í milljónum króna.
7 7
Félagsmál Vfí/TFÍ