Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 89
Þjóðarútgjöld
Einkaneysla
Samdráttar tók að gæta í einkaneyslu fyrir mitt ár 2008
og herti verulega á honum á fjórða ársfjórðungi þegar
einkaneysla dróst saman um tæp 24% að raungildi. í
kjölfar hruns bankanna og alþjóðlegrar efnahags-
lægðar hafa heimilin orðið fyrir miklum fjárhags-
legum skakkaföllum sem þrengja að einkaneyslugetu
þeirra. Þar munar mest um lækkun á nettó eignastöðu
heimilanna og kaupmætti ráðstöfunartekna. Auk þess
hafa vextir hækkað umtalsvert og aðgangur heimil-
anna að lánsfé hefur takmarkast. í kjölfarið hafa heim-
ilin brugðist við með því að draga einkaneyslu saman
í meira mæli en dæmi eru um í hálfa öld en gögn
Hagstofunnar um einkaneyslu ná ekki lengra aftur. Að
vísu hefur vöxtur einkaneyslu verið mjög mikill síð-
ustu ár sem gerir það að verkum að nú þegar hluti
þeirrar aukningar gengur til baka, a.m.k. tímabundið,
er neyslustigið áfram hátt í sögulegu samhengi.
Þekkt er að þegar framtíðartekjur eru óvissar, eins og í þeirri niðursveiflu sem íslenskt
efnahagslíf er nú statt í, þá eykst varúðarsparnaður en hann felst í því að draga úr
einkaneyslu umfram beina þörf og ávaxta sparnaðinn sem af því hlýst á öruggan hátt eða
borga niður skuldir. Auðsáhrif af hækkun íbúðarhúsnæðis undanfarin ár eru að ganga til
baka, m.a. með varúðarsparnaði og takmörkuðu aðgengi að ódýru lánsfé.
Samdráttur einstakra liða einkaneyslunnar er mismikill, allt eftir því hversu auðvelt er að
minnka þá neyslu og hversu útgjaldafrekir þeir eru. Þannig er samdrátturinn í mat og
drykk minnstur, en þar er eins og gefur að skilja minnsta svigrúmið til neysluminnkunar.
Langmestur er samdrátturinn í sölu nýrra bíla en hún er mjög háð gengi krónunnar.
Gengisfall krónunnar myndi eitt og sér duga til að skýra stóran hluta samdráttarins en
fleira kemur þó til. Mikið var selt af nýjum bílum í uppsveiflunni síðustu ár þannig að
fjöldi nýlegra bíla er nærri sögulegu hámarki. Ennfremur hefur akstur og akstursþörf
minnkað í kreppunni vegna minni eftirspurnar í hagkerfinu og aukins atvinnuleysis.
íslensk heimili hafa sýnt mikinn sveigjanleika í fyrri hagsveiflum og má áætla að hægt sé
að sleppa kaupum á nýjum bílum í einhvern tíma án þess að það leiði til umtalsverðrar
lífskjararýrnunar. Þeir sem missa spón úr aski sínum við það eru fyrirtæki og heimili sem
hafa haft viðurværi sitt af sölu nýrra bíla. Af einstökum liðum einkaneyslunnar er
heildarsamdráttur mestur í þessum lið. Á móti má gera ráð fyrir að sala varahluta og
viðhald bifreiða muni aukast eitthvað á móti. Ríkissjóður hefur haft miklar tekjur af
vörugjöldum og virðisaukaskatti af innflutningi bifreiða árlega um langa hríð en verður
nú um sinn af þeim tekjustofni.
í heildina er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu árið 2008 hafi verið um 7,7%.
Samneysla
Samneysla hins opinbera var 360 ma.kr. á árinu 2008 og jókst að magni til um 2,8%
samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands. Samneysla ríkis og almannatrygginga
jókst um 3,2% að raungildi. Þar af var raunvöxtur ríkissjóðs 2,8%. Eftir mikinn vöxt sam-
neyslu sveitarfélaga á árunum 2005—2007 var raunaukningin mun minni a árinu 2008 eða
2,2%. Hlutfall samneyslu hins opinbera af vergri landsframleiðslu mældist 24,6%.
8 7
Tækniannáll