Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 138
þróa samræmt ferli í DMM fyrir framkvæmd rafskoðana og meðhöndlun þeirra frávika
sem þær leiða í Ijós og nýta til þess reynslu RARIK, Hitaveitu Suðurnesja, Orkuveitu
Reykjavíkur og Landsvirkjunar. Síðar varð Norðurorka þátttakandi í þessu samstarfi,
sem er vel að merkja opið öllum, sem og allar niðurstöður sem það hefur getið af sér Með
oðrum orðum voru upplýsingakerfið DMM og framleiðandi þess hér með komin í forrn-
legt hlutverk þekkingarsafnara og þekkingarmiðlara, en þetta er einmitt sívaxandi þáttur
í starfsemi hugbúnaðarfyrirtækja, sem og tölvudeilda annarra fyrirtækja.
RARIK hefur verið virkur aðili í þessu samstarfi og hefur leitt vinnuhóp veitnanna og
DMM Lausna. I lok árs 2007 varð til svokallaður samræmdur dæmingalisti rafveitnanna,
með aðkomu skoðunarstofanna Frumherja og Rafskoðunar. Þessum lista má líkja við
staðlaðan skoðunarlista sem notaður er fyrir bifreiðaskoðanir. Starfsmenn skoðana-
stofanna hafa tekið þátt í mótun þess ferlis sem hér um ræðir og átt mikilvægt innlegg,
sem hefur reynst gagnlegt fyrir ferlið sem slíkt og eins í ljósi þess að starfsmenn
skoðanastofanna útfæra skoðanir fyrir rafveiturnar og nota þá vefgátt DMM hjá við-
komandi veitu til að koma niðurstöðum til skila.
Frá og með árinu 2008 hafa allar skoðanir RARIK verið á grunni hins samræmda dæm-
mgalista og því samræmda ferli sem útfært hefur verið í DMM. Þó svo rafveitur landsins
eigi sér margt sammerkt, þá eru þær um leið að mörgu leyti ólíkar. Helsta áskorun DMM
Lausna var því að útbúa ferli sem væri hvort tveggja í senn staðlað og stillanlegt. Á það
reyndi við innleiðingu ferlisins hjá RARIK, en þá var farin sú leið að bjóða stjórnendum
og starfsmönnum RARIK að koma beint að mótun ferlisins samhliða innleiðingu þess og
raunverulegri skráningu rafskoðana og niðurstöðum þeirra. Kerfið stóðst þessa áskorun,
Þ-.a.S. þeir rofar og valkostir sem í boði voru reyndust á endanum nægjanlega góðir til
að hægt var að stilla ferlið þannig að það uppfyllti óskir starfsmanna RARIK. Það vill
brenna við að ferli eru innleidd með ofuráherslu á úthugsuð og ferköntuð fyrirmæli, en
hér var lagt upp með lausmótaðan ramma en endurgjöf og hugmyndir starfsmanna
nýttar til að færa ferlið í fast form.
7j
Mynd 2. Dæmingar úr kerfi RARIK árið 2009, flokkaðar eftir gátorðum.
Fravik sem koma í Ijós við skoðun raforkuvirkja eru kölluð dæmingar. Hinn samræmdi
dæmmgalisti skiptir öllum dæmingum í málaflokka, eða svokölluð gátorð. Mynd 2 sýnir
hvermg dæmingar frá rafskoðunum hjá RARIK frá ársbyrjun 2009 fram til loka sept-
ember skiptast á milli gátorða.
1 3 6
Arbók VFÍ/TFÍ 2009