Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 155
I bvrjun var kannað hvaða búnaður væri til á almennum markaði og hver kostnaðurinn
Vrði. Strax í upphafi var ljóst að endurnýjun yrði erfið þar sem nýr búnaður var yfirleitt
yerðlagður á um 2,5 milljónir bandaríkjadala. Því til viðbótar kæmi síðan kostnaður við
^etningu og vottun kerfisins. I ljósi þessa voru ýmsir aðrir möguleikar kannaðir og þar á
•tteðal að setja af stað þróunarverkefni innan Tern systems. Flugmálastjórn hefur oft nýtt
þá leið að taka ný kerfi í notkun í áföngum þegar kostnaður við eina samtímalausn hefur
verið óyfirstíganlegur. Með þessari aðferðafræði er einnig oft hægt að lágmarka áhættuna
Seni tengist nýjum verkefnum.
Rugstoðir (við yfirtöku eignarhluts Flugmálastjórnar) og Háskóli íslands eiga þróunar-
fyrirtækið Tern sem hefur verið nýtt til að þróa margskonar kerfi sem nú eru í notkun í
flugstjórnarmiðstöðinni. Um mitt ár 2004 var gangsett þróunarverkefni innan Tern
Aystems í smíði á flugprófunarbúnaði sem settur yrði í TF-FMS. Smíði á flugprófunar-
búnaði krefst þekkingar og reynslu bæði i hönnun vélbúnaðar og hugbúnaðar sem rekinn
er í rauntíma. Einnig er þörf á reynslu í hönnun vélhluta, bæði festinga á búnaðinn í
Augvélina sem og einingar sem hýsa búnaðinn. í ljósi þessarar kröfu um sérhæfingu var
akveðið að ganga til samstarfs við norska fyrirtækið Norwegian Special Mission (NSM).
NSM var þá nýstofnað af aðilum sem allir höfðu mikla reynslu af smíði flugprófana-
búnaðar. Fyrirtækið, sem er til húsa á Gardermoen flugvelli við Ósló, var að hefja smíði
a uýjum flugprófanabúnaði en hafði áhuga á samstarfi, bæði vegna reynslu flugprófunar-
Aeildarinnar sem og til að auka við starfsmenn í hönnunarliðinu. í lok árs 2004 var gengið
frá þróunarsamningi milli Flugmálastjórnar, NSM og Tern um endurnýjun á flugprófana-
uúnaðinum til uppsetningar í TF-FMS. í samningnum er tekið fram að Flugmálastjórn
flafi fullan aðgang að hugbúnaðinum og rétt til að breyta honum og aðlaga fyrir eigin not.
Tern hefur séð um þann hluta fyrir hönd Flugmálastjórnar og síðan Flugstoða.
Flugprófanabúnaðurinn, sem gengur undir nafninu Unifis 3000, var mjög skammt
koniinn í þróun þegar gengið var frá samningum. NSM og Tern unnu síðan að þróun
búnaðarins á árunum 2005 og 2006.
Urn mitt sumar 2006 fóru fram verksmiðjuprófanir („factory acceptance test", FAT) í
oloregi og í ágúst hófst uppsetning búnaðarins í TF-FMS. Uppsetningin var vandasamt
verk þar sem ljóst var að bæði yrði að vera mögulegt að tengja Sierra-búnaðinn og nýja
fdnifis-búnaðinn við sömu loftnetin í flugvélinni. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja
samfellu í rekstri flugprófanadeildarinnar. Til ísetningar á tækjunum í TF-FMS varð fyrir
þalinu danski flugvélaviðhaldsaðilinn AirAlpha, sem er í Odense í Danmörku. Þetta var
j fyrsta skipti sem Unifis 3000 var sett í flugvél og ísetning búnaðarins varð að uppfylla
kröfur evrópsku flugöryggisstofnunarinnar EASA. Erfiðast reyndist að ná kröfum sem
gerðar eru til óæskilegrar útgeislunar, „Electromagnetic Interference Compatibility"
'FMC). Meðal annars þurfti að breyta frágangi á rafskermun á köplum til að ná að upp-
Vfla þessar kröfur. Prófanir gegn öðrum kröfum reyndust auðveldari.
Flinn 11. október 2006 var gefið út EASA-skírteini þar sem ísetning Unifis 3000 í TF-FMS
Var samþykkt og þar með var heimilt að hafa búnaðinn í flugi TF-FMS. I byrjun árs 2007
f°ru fram fyrstu lokaprófanir á kerfinu („site acceptance test", SAT) þar sem framkvæmd
var flugprófun með Unifis 3000 búnaðinum. Eins og oftast er í prófunum á nýjum búnaði
koniu upp mörg atriði sem þörfnuðust lagfæringa. Svo óheppilega vildi til í janúar 2007
að TF-FMS hlekktist á í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli og skemmdist vélin mikið.
Hugvélin var ekki í flughæfu ástandi allt árið 2007 og á þeim tíma lagðist þróun á Unifis
.000 fyrir Flugstoðir af þar sem ekki lá fyrir hvort haldið yrði áfram með rekstur vélar-
lr>nar. Að lokum var ákveðið að gera við flugvélina og lauk því verki í ársbyrjun 2008. Á
vormánuðum 2008 var vinna við lagfæringar á Unifis 3000 sett af stað á ný. Síðan hefur
verkefnishópur unnið að því að ljúka þróun á kerfinu og gera það tilbúið til notkunar.
petta verkefni hefur reynst allerfitt, því bæði er búnaðurinn flókinn og auk þess krefst
verkefnið þess að hafa aðgang að flugvélinni fyrir ýmsar prófanir á Unifis, en flugvélin
smnir eiimig öðrum verkefnum ótengdum flugprófunum. Verkefnishópuriim saman-
stendur af aðilum frá flugprófunardeild og þróunarstofu Flugstoða, frá Tern og NSM. Nú
Kynníng og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 1 5 3