Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Síða 172
Hápunktur starfsemi Hugmyndaráðuneytisins var ,/l’EDx
Reykjavík" ráðstefna sem haldin var 6. október á Hótel Loft-
leiðum undir stjórn Kristínar Völu Ragnarsdóttur, forseta verk-
fræði- og náttúruvísindasviðs. Slíkar ráðstefnur eru haldnar til að
gefa fólki með nýjar hugmyndir tækifæri til að koma þeim á fram-
færi. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir á veraldarvefnum. Margrét
Dóra Ragnarsdóttir, aðjúnkt í tölvunarfræði, flutti grípandi fyrir-
lestur um hugarstjórnun, en hún starfar sem viðmótshönnuður og
er sérfræðingur í samskiptum manns og tölvu. Hún sagði frá því
að það væru í raun hönnuðirnir sem stjórnuðu notendum hug-
búnaðar, þrátt fyrir að notendur haldi að þeir stjórni sjálfir. Einn af
fyrrverandi nemendum í rafmagns- og tölvuverkfræði, Andri
Heiðar Kristinsson, flutti fyrirlestur um athafnasemi. Þar sýndi
hann fram á að ef eitthvað er ekki fyrir hendi þá er best að ganga
í það sjálfur að koma því á laggirnar. Þetta gerði Andri þegar hann
komst að því að það vantaði stuðning við sprotafyrirtæki. Hann
stofnaði þá sprotafyrirtækið Innovit sem starfar í Tæknigarði og
fóstrar og styður við sprota sem spretta út úr háskólunum. Einnig
fluttu Smári McCarthy (nemi í tölvunarfræði) fyrirlestur um
iðnað 2.0 og Mary Frances Davidson (nemi í umhverfis- og
auðlindafræði) fyrirlestur um lokun efnishringja. Fyrirlestrarnir
eru aðgengilegir á YouTube.
14. nóvember tók starfsfólk og nemendur sviðsins þátt í skipulagningu hins fjölmenna
þjóðfundar í Laugardalshöllinni um framtíðarsýn íslendinga. Haukur Ingi Jónasson
(lektor í iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild) var í undirbúnings-
hópnum frá upphafi sem kallar sig mauraþúfuna, Kristín Vala sviðsforseti var svæðis-
stjóri á fundinum og nokkrir nemendur sviðsins voru lóðsar og aðrir aðstoðarmenn á
fundardeginum. Þetta er í fyrsta sinn sem úrtak heillar þjóðar kemur saman til þess að
móta sýn fyrir framtíðina.
Nýsköpun
Nemendur úr verkfræði og náttúruvísindum hafa stofnað fyrirtæki sem ber heitið
CLARA og hefur vakið nokkra athygli, meðal annars í New York í haust en fulltrúar
fyrirtækisins tóku þá þátt í alþjóðlegri tölvuleikjaráðstefnu í Bandaríkjunum. Stúdentar
úr ýmsum fræðigreinum HÍ, allt frá tölvunarfræði og verkfræði til sálfræði og hagfræði,
tóku þátt í stofnun CLARA og er Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, iðnaðarverkfræði-
nemi við HI, einn þeirra. CLARA fylgist jafnóðum með almenningsálitinu á vefnum,
tekur það saman og gerir fyrirtækjum kleift að skilja viðskiptavini sína. CLARA varð til
í kolli fjögurra vina við HÍ fyrir tveimur árum en hefur síðan vaxið og dafnað. Nú starfa
12 manns hjá fyrirtækinu, sem vinnur fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins.
Háskólaráð skipaði í vor vinnuhóp um nýsköpun, undir stjórn Ebbu Þóru Hvannberg,
prófessors í tölvunarfræði. Hópurinn kynnti sér nýsköpunarvinnu í háskólum beggja
vegna Atlantshafsins. Meginniðurstöður þessarar vinnu eru að HÍ muni stuðla að fjölgun
sprotafyrirtækja og nýsköpunarverkefna; auka menntun og þjálfun í nýsköpun og
frumkvöðlastarfi; að HÍ verði vettvangur nýsköpunar á íslandi og erlendis með því að
auka samvinnu skóla, atvinnulífs og notenda í því skyni að greiða götu nýsköpunar á
alþjóðlegum markaði; og að komið verði á Nýsköpunarhöfn þar sem kennurum og
nemendum verður veitt framúrskarandi stoðþjónusta við nýsköpunar- og frumkvöðla-
starf og um leið aukin vitund þeirra um tækifæri og ávinning nýsköpunar.
Margrét Dóra Ragnarsdóttir aðjúnkt við
iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunar-
fræðideild við flutning fyrirlesturs sins á TEDx
Reykjavík, 6. október 2009.
170j Arbók VFl/TFl 2009