Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 193
Samkvæmt lagabókstafnum á Nýsköpunarmiðstöð íslands m.a. að:
• Styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði í landinu.
• Miðla þekkingu og veita stuðningsþjónustu fyrir frumkvöðla og sprota- og
nýsköpunarfyrirtæki.
• Stunda tæknirannsóknir, þróun, greiningar, prófanir, mælingar og vottanir.
Með því að tengja saman mikla tækniþekkingu og frumkvöðlafræði, m.a. með því að búa
til klasa á völdum sviðum, hefur tekist að gera meira úr takmarkaðri stærð fyrirtækja hér
á landi og áorka meiru. Þetta klasasamstarf hefur orðið einkennisstarf okkar víða um
land. Klasar eru samsettir úr fyrirtækjum sem eitt sinn voru kannski vart meira en einn
einstaklingur. Þeim þarf að sinna.
Við hjá Nýsköpunarmiðstöð íslands höfum svo sannarlega reynt að sinna okkar hlut-
verki af kostgæfni og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í stuðningi við frjóa einstaklinga
og góðar viðskiptahugmyndir. Nýsköpun er undirstaða hagvaxtar. Það þýðir ekki að búa
bara til gáfur á pappír og auðæfi í umræðu heldur þarf að styðja við frumkvöðla og fyrir-
tæki til að byggja upp öfluga atvinnustarfsemi þar sem raunveruleg verðmæti eiga í hlut.
Frumkvöðlasetur
Nýsköpunarmiðstöð íslands rekur nú átta
frumkvöðlasetur. Á því rúma ári sem liðið er frá
bankahruninu hefur miðstöðin opnað sex ný frum-
kvöðlasetur og komið að undirbúningi og opnun
þriggja setra til viðbótar. Fyrir rak Nýsköpunar-
rniðstöð frumkvöðlasetur í Keldnaholti og í Höfn á
Hornafirði. Samtals eru nú tæplega 200 einstakl-
rngar starfandi á setrunum átta en auk þeirra hafa
tugir einstaklinga fengið aðstöðu og stuðning tíma-
bundið á setrunum og horfið síðan til annarra verka.
Markmið frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar
íslands er að skapa frumkvöðlum þekkingar-
umhverfi, aðstöðu og umgjörð til að vinna að
nýsköpun og veita þeim faglega þjónustu og stuðn-
ing við framgang hugmynda sinna. Viðskipta-
hugmyndirnar á setrunum koma úr öllum áttum,
allt frá heilbrigðistækni til skapandi greina. Eldey á
Ásbrú opnaði í október 2008 í samvinnu við Kadeco
og Keili, en þar eru flest fyrirtækin í orkugeiranum.
Torgið frumkvöðlasetur var opnað í lok nóvember
2008 í húsnæði Landsbankans við Austurvöll, í
samstarfi við Landsbankann og Samtök starfs-
manna fjármálafyrirtækja (SSF). I framhaldinu var
Kvosin opnuð í húsnæði íslandsbanka í Lækjargötu
í janúar. Þessi tvö setur hafa nú sameinast í
Lækjargötunni þar sem íslandsbanki hefur látið
frumkvöðlasetrinu í té aukið húsnæði. Afar vel
hefur tekist til með samvinnu bankanna og
Nýsköpunarmiðstöðvar.
Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunar-
miðstöðvar, Anna Karen Hauksdóttir varafor-
maður Samtaka starfsmanna fjármálafyrir-
tækja og Þór Sigfússon.formaður Samtaka
atvinnulífsins, undirrituðu samstarfssamning
17.október 2008.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Islandsbanka,
og Sigríður Ingvarsdóttir, rekstrarstjóri
Frumkvöðlasetra NMl, undirituðu samstarfs-
samning um frumkvöðlasetrið Kvosina.
Kynning og tæknigreina
fyrirtækja og stofnana
1 9 1