Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 242
tímann 0,6s sem má skýra með stefnuáhrifum. Til samanburðar er sýnt Eurocode 8 rófið
fyrir klöpp sem kvarðað er fyrir ag=0,4g, sem er grunngildi hröðunar á Suðurlandi. Það
er umhugsunarefni að rófin frá Hveragerði, frá skjálfta sem er í minni kantinum af þeim
jarðskjálftum sem búast má við á þessu svæði, yfirskríða staðalrófið á mjög breiðu tíðni-
bandi. Rétt er að nefna að í Eurocode 8 er ekki tekið séstakt tillit til nærsviðsáhrifa í þeim
jarðskjálftarófum sem þar er stuðst við. Þó er í nýjustu útgáfunni af staðlinum bent á að
huga skuli að slíkum árhifum fyrir jarðskjálftaeinangruð mannvirki (kafli 10 í Eurocode
^ Þcjrt I frá 2004) í hæsta mikilvægisflokkinum (flokkur IV) þegar fjarlægð í misgengi er
minni en 15 km og hönnunarskjálfti er stærri en Ms > 6,5. Ekki er staðlinum lýst hvaða
aðferðafræði eða rófstuðlum eigi að beita. í grein Somervilles og félaga (Somerville og
fleiri, 1997) er stungið upp á aðferðafræði í þessu sambandi sem nýsjálenski iarðskiálfta-
staðallinn vísar í. 1 1
Rannsóknir hafa sýnt að hraðapúlsinn er almennt kröftugri í stefnu sem er hornrétt á
sniðgengið á meðan stefnuþátturinn sem liggur samsíða sprungu er vægari (Somerville
og fleiri, 1997).
Afturvirk stefnuáhrif (e. backward directivety) verða hins vegar þegar athugunarstaður-
inn er þannig staðsettur að meginhluti misgengis rifnar í stefnu frá honum. Þetta veldur
minm styrk í jarðhreyfingunni en fyrir framvirka tilfellið en á móti kemur lengri varandi.
Hrökkáhrif
Þegar sniðgengi hrekkur til í jarðskjálfta verður varanleg hreyfing sem getur verið allt frá
nokkrum sentimetrum og upp í nokkra metra. Hin varanlega færsla er háð stærð
jarðskjálfta og fjarlægð frá upptökum. í Suðurlandsskjálftunum árið 2000 var hreyfingin
vel á annan metra þar sem hún var mest í miðju misgenginu. Misgengishreyfingin tekur
ákveðinn tíma sem er líkt og færslan háð stærð jarðskjálfta. í öllum tilvikum er um
lágtíðnihreyfingu að ræða sem er mest í stefnu sniðgengis, þ.e. samsíða sprungu. Sveiflu-
hreyfingin er bara til einnar hliðar á meðan framvirk stefnuáhrif valda hreyfingu fram og
tilbaka. Mannvirki sem staðsett er mjög nærri upptökum getur
orðið fyrir þessum áhrifum en losnað við stefnuáhrif þar sem
sprungan rifnar frá upptökum. Af legu Óseyrarbrúar m.t.t. mis-
gengis má ætla að hún hafi ekki orðið fyrir hrökkáhrifum.
Lýsing á skemmdum
í skjálftanum urðu nokkrar skemmdir á brúnni og var hertni lokað
fyrir umferð í stutta stund á meðan þær voru kannaðar. Skemmd-
irnar voru bundnar við stoppara, þ.e. þær einingar sem takmarka
láréttar hreyfingar yfirbyggingarinnar, en skipta ekki máli fyrir
lóðrétt burðarkerfi brúarinnar. Þær urðu mestar á vestari land-
stöplinum þar sem syðri hliðarveggurinn brotnaði. Hann losnaði
nánast alveg frá undirstöðunni og steypustyrktarstál fór í sundur
eins og sést á mynd 3. Bilið í hliðarvegginn reyndist vera rúmir
300 mm og má ætla að yfirbyggingin hafi færst sem því nemur. Á
nyrðri hliðarveggnum sem og á báðum veggjum eystri land-
stöpulsins mynduðust einnig sprungur en formbreytingar voru
minni eða innan við 1 cm.
Hliðarstopparar á millistöplum brotnuðu mismikið. Hornin
brotnuðu af flestum en sumir molnuðu algjörlega, sjá mynd 4.
Ekki er hægt að sjá að kerfisleg breyting sé á skemmdum hliðar-
stoppara eftir staðsetningu þeirra. Togstangirnar eru margar
hverjar bognar, það getur bæði hafa orsakast af tognun stanganna
og því að þær hafi togast uppúr stöplunum.
2 4 0
Arbók VFl/TFl 2009