Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 285
MANNVIT
VERKFRÆÐISTOFA
ÁRATUGS REYNSLA A F
EVRÓPSKA STEYPUSTAÐLINUM
Á í S L A N D I
Karsten Iversen er byggingartæknifræðingur frá Horsens Teknikum í Danmörku 1973. Hann starfaði við rannsóknir og
ráðgjöf hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins 1980-1997, við framleiðslu- og gæðaeftirlit með steypu (
Sultartangavirkjun fyrir Fossvirki Sultartanga 1997-1999 og var umsjónarmaður rannsóknarstofu Línuhönnunar hf.
2000-2007. Karsten var stundakennari við Tækniskóla (slands frá 1985 til 2004. Hann hefur starfað hjá
Verkfræðistofunni Mannviti hf.frá 2007.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson er byggingarverkfræðingur við vatnsaflsvirkjanadeild Mannvits hf. Hann lauk M.Sc.-prófi í
byggingarverkfræði frá Lunds Tekniska Högskola I Svíþjóð 1979 og B.Sc.-prófi í byggingartæknifræði frá Tækniskóla
(slands 1976.Hann starfaði sem eftirlitsverkfræðingur hjá Landsvirkjun við byggingu Hrauneyjafossvirkjunar,
Sultartangastíflu og Blönduvirkjunar 1979-1986, hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 1986-1987 og aftur hjá
Landsvirkjun 1987-1993 við Blönduvirkjun, hjá Harza Engineering ÍVenezuela við byggingu Macagua-virkjunarinnar
(2500 MW) i Rio Caroni-fljótinu 1993. (árslok 1993 réðst Sveinbjörn til Hönnunar hf„ sem nú er Mannvit hf.
Inngangur
Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið 1993 varð Island aðili að evrópsku
staðlasamtökunum CEN og skuldbatt sig þar með til að innleiða alla evrópska staðla
(EN-staðla) sem landsstaðla (ÍST).
Evrópskur forstaðall um steinsteypu, ENV 206, sem fjallaði um eiginleika, framleiðslu,
niðurlögn og samræmi við kröfur, leit dagsins ljós 1990. Forstaðall þessi var samin af
tveimur tækninefndum hjá CEN, CEN/TC94 „Reiðublönduð steypa - Framleiðsla og
afhending" og CEN/TC104 „Steinsteypa - eiginleikar, framleiðsla, niðurlögn og sam-
ræmi við kröfur". Höfuðmarkmið með forstaðlinum var að setja fram ákvæði um stein-
steypu sem væru í samræmi við og til að útlista nánar ákvæði í Eurocode 2, forstaðli um
hönnun og byggingu burðarvirkja úr steinsteypu. Samkvæmt reglum CEN var aðildar-
ríkjum ekki skylt að innleiða forstaðalinn sem landsstaðal. Staðlaráð íslands gaf for-
staðalinn út íslenskri þýðingu 1996 og var hann gerður að landsstaðli (FS ENV 206) með
nýrri byggingarreglugerð 1998 sem valkostur við hliðina á ÍST 10. Forstaðallinn mun hafa
Verið notaður nokkuð hér á landi frá þeim tíma og jafnvel fyrr.
Arið 2000 var evrópski steypustaðallinn EN206-1 gefin út og kom hann í stað for-
staðalsins ENV 206. Talsverðar breytingar voru frá forstaðlinum, m.a. felld brott öll
ákvæði um, niðurlögn og aðhlynningu steypu á byggingarstað. Staðallinn var innleiddur
sem landsstaðall með breytingu á byggingarreglugerðinni 2002 ásamt Eurocode
forstöðlunum um þolhönnun. Jafnframt voru öll ákvæði IST 10 um framleiðslu stein-
steypu felld úr gildi. Staðlaráð Islands gaf steypustaðalinn út með áorðnum breytingum
á íslensku í árslok 2005.
Tækni-og vísindagreinar i 283