Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 289
andi gerðir svifösku, náttúrulega possolana og kalksteinsíauka. Um helmingur CEN-ríkj-
anna er með eigin landsstaðla um fylliefni og í sumum þeirra eru ákvæði um val tegunda
og gæðaflokka fylliefna í steypu við tilteknar umhverfisaðstæður. Athyglisvert þótti að
aðeins þrjú lönd voru með eigin staðla um íblendi því vitað er að ýmis slík eru á mark-
aðnum sem EN-staðallinn um íblendi nær ekki yfir, t.d. íblendi til að auðvelda dælingu.
Notkun íauka
Með íaukum eins og kísilryki, svifösku, slaggi o.fl. er hægt að bæta eiginleika steinsteypu
á margvíslegan hátt, auk þess sem með notkun íauka er unnt að draga úr sementsnotkun
og um leið nýta úrgangsefni eða aukaafurðir frá óskyldri framleiðslu.
Talsverður munur er á því á hvern hátt lönd í Evrópu nota íauka í steinsteypu og fyrir
útgáfu EN 206-1:2000 náðist ekki breið samstaða um þau mál. í staðlinum eru þó reglur
um notkun svokallaðrar k-gildisaðferðar (k-value concept) til að reikna með íaukum
sem jafngildi sements og heimild er til að beita reglunni á kísilryk og svifösku en með
vissum undantekningum þó. Jafnframt er aðildarríkjum leift að nota evrópsk tækni-
samþykki og setja landsstaðla sem þá verða að vísa sérstaklega til notkunar íauka
samkvæmt EN 206-1. Skýrslan gefur gott yfirlit um þjóðarákvæði CEN-ríkjanna um
íauka og notkun á þeim og dregur fram mismuninn milli ríkjanna.
Eins og áður sagði leyfir EN206-1 að taka íauka með í útreikningi á sementsinnihaldi og
vatnssementstölu með k-gildisaðferðinni, en einungis ef nothæfi íaukanna hefur verið
staðfest. Samkvæmt EN206-1 hafa kísilryk og svifaska staðfest nothæfi. Leyfir staðallinn
að nota k-gildið 2 fyrir kísilryk og 0,2-0,4 fyrir svifösku (háð styrkleikaflokki sements)
þegar notað er Portland sement (CEM I) en með vissum undantekningum þó.
í byggingarreglugerðinni er ekki tekið á þessu að öðru leyti en því að bannað er að nota
hvatastuðul á kísilryk sbr. grein 131:
131.9 „Við útreikning á vatnssementstölu (v/s) er ekki heimiit að beita hvatastuðli á kísilryk".
Þetta ákvæði í byggingarreglugerðinni er því ekki beinlínis hvetjandi til þess að nota
kísilryk og nýta þar með gagnlega eiginleika þess.
Ráðstafanir gegn alkalivirkni
Niðurbrot í steypu vegna skaðlegrar alkalívirkni er ekki síst háð staðbundnum aðstæðum
þar sem bæði veðurfar og jarðfræði eru lykilatriði og því ekki undarlegt að aðgerðir í
CEN-aðildarríkjunum gegn skaðlegri alkalívirkni séu misjafnar.
Flest CEN-aðildarríkin hafa sett í þjóðarákvæði eina eða fleiri af eftirfarandi aðgerðum til
að lágmarka hættu á skaðlegri alkalívirkni þegar virk fylliefni eiga í hlut:
• Hámark á alkalíinnihald í steypu
• Notkun lágalkalísements
• Notkun íauka (t.d. kísilryk, svifaska)
• Mælingar á alkalívirkni.
1 skýrslunni kemur fram að misjafnt er milli ríkja hvernig alkalíinnihald steypu er mælt
og reiknað og bent á að þörf sé á samvinnu milli tækninefnda CEN um steinsteypu,
sement og fylliefni til að samræma þetta.
Yfirleitt eru kröfur vegna alkalívirkni háðar áreitisflokkum. A íslandi eru aðeins reglur
um að mælingar á alkalíþenslum múrstrendinga skuli lagðar til grundvallar mati á alkalí-
virkni. Sömu kröfur eru vegna alkalívirkni, óháð því hvort steypan sé í umhverfi sem
getur stuðlað að slíkri virkni eða ekki.
Tækni-og vísindagreinar i 287