Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 306
tognun á stálstöngunum. Við 20 mm opnun ykist rennsli undir lokuna um a.m.k. 2 m3/s,
sem hins vegar yrði alltof mikið miðað við þá nákvæmu stýringu sem þurfti að vera á
þrýstingsaukningunni. Yrði hjólalokan opnuð þegar þrýstingsmunur um hana væri 95 m,
eins og við fyllingu ganganna, yrði vatnshraðinn aftan við lokuna svo mikill að hætta
yrði á rofi (en. cavitation) í steypunni væri enginn bakþrýstingur á lokuna. Þetta leiddi til
þess að ákveðin var sú óvenjulega aðferð að nota varalokurnar við fyllinguna þann tíma
sem enginn bakþrýstingur væri á lokuna. Gerð voru 10 hringlaga, 200 mm víð áfyll-
ingarop á varalokurnar. Hægt var að koma fyrir mismunandi stórum blendum í opunum
eða loka þeim alveg með loki. Nota mátti hjólalokurnar til að opna og loka fyrir rennslið
gegnum varalokuna en ef auka átti rennslið með því að opna fleiri göt þyrfti að taka vara-
lokumar upp á yfirborð. Byrjað var með fjórar 100 mm og fjórar 120 mm blendur sem
leiddi til um 2 m3/s rennslis gegnum áfyllingaropin á varalokunni og þurfti aldrei að
breyta þeirri stillingu.
Miðað við ofangreindar forsendur var fylling ganganna áformuð í eftirfarandi skrefum
(sjá mynd 1 og 2):
Áfangi 1, fylling með lekavatni:
• Fylling ganga neðanvert við aðgöng 2 í hæð 466 m y. s.
• Prófun aflvéla með því að nota vatn neðan við aðgöng 2 sem að hluta til er dælt
frá grjótgildru ofan aðganga 2.
Áfangi 2a, fylling með lekavatni og vatni frá inntaki við Hálslón gegnum áfyllingarop
á varalokum:
• Fylling ganganna við aðgöng 3 upp að hápunkti þar sem TBM 2/TBM 3 mættust,
í hæð 508 m y.s.
• Fylling ganganna við aðgöng 2 í hæð 508 m y.s.
• Fylling í hæð aðganga 4, 528 m y.s.
• Ljúka fyllingu aðrennslisganga upp í topp á hæsta hluta þeirra við inntakslokur í
hæð 540 m y.s.
Áfangi 2b, þrýstingsaukning með vatni frá inntaki við Hálslón með stýringu á opnun
hjólaloka:
• Loka fyrir rennsli um inntakið með hjólalokrmum og taka varalokurnar upp.
• Auka vatnsþrýsting í göngunum upp í þann sem svarar til hæð 625 m y.s. í lóni
með því að fylla sveiflugöng, jöfnunarþró, inntaksstrokk, loftrör og loftunarholur.
Fylling aðrennslisgangaganga og þrýstingsaukning
Áður en fylling ganganna hófst voru allir hlutar þeirra og tengdra mannvirkja teknir út
og samþykktir. Göngin voru rækilega hreinsuð með háþrýstu vatni og kústun svo að
hvergi væru meira en um 10 lítrar af aur og grjóti á hverjum lengdarmetra. Bráða-
birgðastíflu og dælubúnaði var komið fyrir neðan við aðgöng 2. Aðgöngum 1 var svo
lokað 28. júlí 2007 og þá hófst fylling um 16 km kafla neðri hluta aðrennslisganganna með
lekavatni. Þannig gat prófun aflvéla hafist meðan enn var verið að vinna á 24 km kafla
efri hluta ganganna.
Aðgöngum 2 var lokað 13. október 2007. Mikið magn af fíngerðri sylti hafði fallið út í
göngunum rétt við bráðabirgðastífluna úr því vatni sem dælt var yfir hana. Korna-
stærðargreining sýndi að nær öll korn voru minni en 0,1 mm þannig að efnið var skilið
eftir í göngunum, en gert er ráð fyrir að það muni smám saman berast eftir göngunum
og fara loks í gegnum aflvélar án þess að valda skemmdum.
3 0 4
Arbók VFl/TFl 2009